Unga Ísland - 01.11.1935, Side 9

Unga Ísland - 01.11.1935, Side 9
UNGA ISLAND 173 riddara og frelsaði mig. — Og hring- urinn hvarf í djúpið. En nú ertu kom- inn til baka í hönd mína á ný, hring- urinn minn góði, og þú hefir fundið riddarann sem mun frelsa mig“, og nú kyssti hún hringinn. ,,Þú kyssir hringinn", sagði kon- ungssonurinn. ,,Mér fyndist nú að þú gætir eins vel kysst mig“. „Finnst þér það“, sagði hún og hló, og hún lagði hendurnar um hálsinn á honum og kyssti hann. En rétt í því heyrðu þau drunur og undirgang. ,,Það er bergtröllið“, sagði stúlkan. ,,Ó, flýtum okkur, flýt- um okkur, við verðum að flýja eins fljótt og auðið er“. Þau hlupu í einu hendingskasti nið- ur fjallshlíðina. Niðri á grundinni við fl.iótið beið hinn trúi og dyggi þjónn, hesturinn góði. 1 skyndi söðlaði konungssonurinn hest sinn og steig á bak og tók kon- ungsdóttir í fang sér, og eins og ör- skot þutu þau af stað út í fljótið. Hesturinn frísaði hart við vatninu, og var þegar kominn á hroka sund. En ofan úr dimmum skóginum heyrðu þau öskrin úr bergtröllinu, þar sem það var að leita að þjónustustúlkunni sinni. r ^ I Yfir fljótið komust þau, og riðu nú greitt niður með fljótsbakkanum hin- um megin árinnar. — Nú voru þau komin heim á leið, og þau riðu við- stöðulaust, dag og riótt, yfir fen og flóa og gegn um dimma skóga. Svo var það loksins kvöld nokkurt, að þau komu heim á grundirnar sunnan við konungshöllina. Konungsdóttirin var nú orðin nokkuð þreytt. Hún sat við barm konungssonarins, en hann hafði vafið frakkanum sínum um hana, Hún virti fyrir sér skuggann í tungls- ljósinu: „Er það ekki æfintýralegt“, sagði hún og hló, „eftir skugganum að dæma virðist það aðeins vera einn, sem situr á hestinum". Skrifist á. Eg undirrituð óska að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku í Austur-Skaftafellssýslu á aldrinum 15—18 ára. Pálína S. Guðjónsdóttir, Þaralátursfirði, Grunnavíkurhreppi, Nor ð u r-lsaf j ar ð arsýsl u. Eg undirrituð óska að komast í bréfasamband við dreng eða telpu í Eyjafjarðarsýslu á aldrinum 12—14 ára. Ingigerður G. Guðiónsdóttir, Þaralátursfirði, Grunnavíkurhreppi, Norður-lsafjarðarsýslu. Við undirritaðir óskum að komast í bréfasamband við dreng eða stúlku á aldrinum frá 10 ára. — Okkur er sama hvar þau eru á landinu. Halldór Þórðarson, Laugalandi, pr. Melgraseyri, N. ís. Kristján Jóhannsson, pr. Melgraseyri, N. Is. Hallgrímur Á. Kristjánsson, Melgraseyri, N. Is.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.