Unga Ísland - 01.11.1935, Page 10

Unga Ísland - 01.11.1935, Page 10
174 UNGA ISLAND Eg undirrituð óska eftir bréfasam- bandi við dreng á Akureyri á aldr- inum 10—12 ára. Einnig óska eg eftir að komast í bréfasamband við stúlku á sama aldri í Þingvallasveit eða Vatnsdal. Þórey Sigurðardóttir, Skúfsstöðum, Hjaltadal, Skagafirði. Eg undirrituð óska að komast í bréfasamband við stúlku í Reykjavík, á aldrinum 16—18 ára. Gyða Guðmundsdóttir, Fossi, Barðaströnd, Barðastrandarsýslu. Eg undirritaður óska að komast í bréfasamband við dreng á Isafirði, á aldrinum 14—16 ára. Þórarinn G. Féldsted, Fossi, Barðaströnd, Barðastrandarsýslu. Undirritaður óskar að komast í bréfasamband við dreng eða stúlku á aldrinum 15—16 ára á Akureyri eða ísafriði. Jóhann G. Guðnason, Syðri Vatnahjáleigu, Austur-Landeyjum, Rangárvallasýslu. Eg óska að komast í bréfasamband við dreng eða stúlku á aldrinum 12 —14 ára, austur í Fljótsdalshénaði. Jóhanna Pétursdóttir, Syðri Úlfsstaðahjáleigu, Austur-Landeyjum, Rangárvallasýslu. Eg undirritaður óska eftir bréfa- viðskiftum við dreng á aldrinum 13 —15 ára á Vestfjörðum eða Suður- landi. Aðalsteinn Sigurðsson, Aðalstræti 76. Akureyri. Bollinn. Það var blíða logn. Fiskiskúta nokkur lá úti fyrir ströndinni. Skip- stjórinn stóð á stjórnpallinum, en matsveinninn var að þvo upp bolla á þilfarinu. Allt í einu æpti matsveinn- inn upp yfir sig. Skipstjórinn lítur niður til hans og spyr hvað sé um að vera. Matsveinninn kvaðst hafa misst bolla útbyrðis. ,,Var það einn af koll- óttu bollunum okkar, eða var hann með haldi?“ spyr skipstjóri. ,,Það var einn af kollóttu bollunum okkar“, svaraði matsveinninn. ,,Ó, það gerir þá ekki svo mikið til, en ef það hefði verið bolli með haldi, þá hefðum við reynt að slæða fyrir hann“. (Þýtt úr norsku). Eyrún Maríusdóttir, 12 ára. Haustvísa. Nú fölna grænar grundir og grösug bliknar hlíð og hregg á fjöllin hrynur og haustsins kólnar tíð. Þá fuglar allir flýja og fjarlæg sækj’a í lönd, hvar sól og sumarblíða signir hverja strönd. Magnús V. Þór.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.