Unga Ísland - 01.11.1935, Page 14

Unga Ísland - 01.11.1935, Page 14
178 UNGA ÍSLAND Smælki. Ég hefi það fyrir fasta venju að vera stundvís. Ef ég get t. d. ekki borgað reikning nákvæmlega á réttum degi, nú •— þá geri ég það aldrei. -----x---- Gesturinn: Þjónn! Hnífurinn er bit- laus og steikin ólseig. Þjónninn: Brýndu hann á steikinni. ---------------x----- — Þér auglýstuð herbergi með morg- unsól til leigu. Fylgir morgunmatur? — Nei. — En væri ekki hægt að fá morgun- kaffi fyrir morgunsólina? -----x---- — Er það satt, Gunna, að piltunum lítist betur á ljóshærðar stúlkur en dökkhærðar ? — Spurðu Dísu. Hún hefir reynt hvorttveggja. -----x---- Faðirinn bannaði Palla að orga af smámunum. Nokkrum dögum seinna kom Palli hlaupandi til pabba síns og spurði: ,,Ég sló mig með hamri á þum- alfingurinn; eru það bara smámunir?" „Hví spyrðu um það?“ „Annars ætla ég að orga“. -----x---- Kennarinn: „Hvernig stendur á því, að úlfaldar eru notaðir til reiðar á eyði- mörkum, en ekki hestar?“ Nemandinn: „Úlfaldarnir þola betur að deyja úr þorsta“. -----x---- Faðirinn: „Heldurðu að kennarann gruni, að ég hjálpa þér við stílana?“ Drengurinn: „Það hugsa ég. Hann sagðist ekki trúa því, að ég gæti skrif- að svona mikla vitleysu hjálparlaust“. ------------------x---- Dómarinn: „Ég vona, göfuga frú, að þessar mörgu spurningar mínar geri yður ekki órólegar“. Vitnið: „Nei, nei. Ég er nú slíku vön. Ég á 6 ára gamlan son“. ——x------- Prestur nokkur skrifaði langan og lofsþrunginn ritdóm um bók eina, sem var nýkomin út. Höfundurinn va. vinur prests, og var þetta fyrsta bók hans ... í niðurlagi greinarinnar stóðu þessi merkilegu orð: „ .. . . Höfundurinn á vissulega skilið hið mesta hrós vegna hinnar ágætu ritgáfu sinnar. Á nokkr- um stöðum hafa dottið úr penna hans, líklega óviljandi, orð og setningar, sem engum hefir áður hugkvæmst að láta koma fyrir almenningssjónir". ----x----- Eg sagði Hermanni svo skelfilega sögu í gær, að hárin risu á höfði hans. Nú, og hvernig fór svo? Hann greiddi sér. Tilkynning. Eins og tilkynt var í októberblað- inu er árgangi blaðsins lokið með þessu hefti. Jólahefti kemur út í byrj- un desember og er það <aðeins sent til skuldlausra kaupenda. Útsölumenn! Afhendið ekki kaup- endum ykkar þetta hefti, né jóla- blaðið, nema 30. árg. sé greiddur. Þeir útsölumenn er kynnu að hafa í vörslum sínum 1., 4. og 5. hefti þessa árgangs, sendi þau til afgreiðsl- unnar hið fyrsta. Önnur blöð >af ár- ganginum, er þeir hafa umfram það sem þeir þurfa hand iakaupendum, er þeim heimilt að gefa í útbreiðsluskyni.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.