Unga Ísland - 01.03.1938, Side 18

Unga Ísland - 01.03.1938, Side 18
VNGA ÍSLAND U LESKAFLAR FYRIR LITLU BORNIX Klyfjarnar. Bóndi nokkur var á ferð með hest í taumi. Kornklyfjar voru á hestinum. Vegurinn lá skammt frá höll, þar sem ríkur og voldugur höfðingi átti heima. Hesturinn hnaut, svo að klyfj- arnar fóru ofan. Bóndinn var gam- all og lasburða, en kornpokarnir þungir, svo að hann gat með engu móti komið þeim upp aftur. Þá sá hann ríðandi mann koma í áttina til sín. Bóndi ætlaði að kalla til hans og biðja hann að hjálpa sér. En þegar maðurinn kom nær, sá bóndinn, að þetta var höfðinginn, sem átti höllina, og kom sér ekki til þess að biðja hann um hjálp. Ríki maðurinn kom til bóndans, heilsaði honum og mælti: »Ég sé að þú ert í vandræðum. Það var heppni, að ég skyldi fara hér um, því að annars er óvíst hvenær þér hefði borist hjálp á þessum fáför- ula vegi.« Síðan steig hann af baki og hjálpaði bóndanum að láta upp klyfjarnar. »Hvernig get ég endurgoldið þessa góðu hjálp?« sagði bóndi og lyfti hattinum í kveðju skyni, þeg- ar ríki maðurinn fór. »Það er mjög auðvelt,« sagði hann. »Þegar þú hittir einhvern, sem er hjálpar- þurfi, þá skaltu liðsinna honum eftir mætti. Það eru einu launin, sem ég óska eftir.« Kanínan, sem Iék á 1 jónið Kanínan er hvorki stór né sterk, en einu sinni var kanína, sem var svo vitur og hugrökk, að ljónið beið ósigur fyrir henni. Ljónið hafði stolið kálfi frá hind og vildi ekki skila honum aftur. Hindin bað öll stóru dýrin í skóg- inum að hjálpa sér, en þau þorðu það ekki af ótta við reiði ljónsins. Þá kom hindin til vitru kanínunn- ar og sagði henni frá raunum sín- nm. »Ég skal hjálpa þér,« sagði kanínan. »Þú skalt fara út í skóg, og kalla dýrin saman á fund hjá holu minni í fyrramálið.« Hindin fór þegar að kalla dýrin saman, en á meðan gróf kanínan jarðgöng frá holu siuni og út bak við runna skammt frá. Hafði hún lokið þessu verki um morguninn, þegar dýrin söfnuðust saman hjá holunni. Samþykktu þau í einu hljóði, að kálfurinn væri sonur Ijónsins. Þau þorðu ekki annað, því að ljónið horfði á þau með grimdarlegu augnaráði. Þá gægðist kanínan út úr holu sinni og hrópaði: »Það er lygi-

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.