Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 6
128 —:---------------------------- STEFÁN JÓNSSON VINIR VORSINS Framhald Sumarnóttin var þögul og kyr, ekk- ert rauf þögnina nema seytlið í bæjar- læknum austan við túnið og fótatak tveggja hesta, sem hægt og bítandi mjökuðust niður holtið. Bak við fjár- húshornið gægðust tvö gráblá augu í áttina heim að bænum. Kannske væru þeir nú til, sem hefði þótt broslegt ástandið hjá þessum litla karlmanni. Það getur vel verið, en hitt er víst, að hver sem hefði séð þessi tvö grábláu augu, sem mændu heim að bænum, hefði ekki orðið hlátur í hug. Þessi tvö augu spegluðu í djúpi sínu svo mikla örvæntingu, uppgjöf og vonleysi hug- ans. Svo gjörsamlega umkomulaus var eigandi þeirra, að þau fylltust heitum, hljóðum tárum, sem síðan seytluðu eitt og eitt niðiu' kinnarnar sitt hvoru meg- in við nefið. Eftir hverju gat drengurinn verið *ið bíða þarna? Jú, hann vissi hvað hann var áð gera. Þegar mömmu hans var farið að lengja eftir honum, fór hún að leita að honum, og er hún ekki gat komið auga á hann, varð hún mjög óttaslegin, hljóp austur túnið og kallaði á hann með nafni. Hann hreyfði sig ekki úr spor- unum, en er hún kom auga á. hann. sagði hún dálítið snöggcrr — Því kemurðu ekki heim, drengur? Þú gerðir mig hrædda. Han svaraði ekki, og af því gat hún ráðið að eitt- hvað var að. -Hún gekk alla leið til hans. — Ó. elsku góða mamma mín, hróp- aði hann í örvæntingu og fleygði sér í faðm hennar. ---------------UNGA ISLAND Það var svo voðalegt sem hann þurfti að trúa henni fyrir, að hann gat ekki sagt henni það upphátt, jafnvel þótt enginn heyrði til. Hann hvíslaði því í eyra hennar og svo fór hann að gráta. — Ha, hvað segirðu, barn? Ertu hvað? spurði hún. Iiann hvíslaði því aftur. Hún brosti örlítið um leið og hún sagði — Elsku, elsku flónið mitt, hvern- ig stendur á þessu? Milli gráthríðanna: — Ég--------ég — þo — þorði aldrei — a — að láta — ana vita að ég — að ég væri svoleiðis og svo héldum við alltaf áfram. Ég va — var svo feiminn við hana. — Svona, góði minn, heldurðu að þú megir gráta svona. Það er ekkert vit í því. Þetta gerir ekkert til. Mamma skal gera gott úr þessu. — En mamma, það má aldrei nokkur maður vita þetta nema þú. — Nei, svona góði minn, það skal enginn fá að vita það. Þau héldu heimleiðis og litlu síðar var hann háttaður ofan í rúm og hún bauð honum göða nótt með kossi á vangann. Hann teygði handleggina upp um háls hennar og naut nokkra stund ylsins undir vanga hennar. Það var dá- lítið, sem hann langaði til að spyrja um, en hann kom sér ekki að því strax, svo kom það þó hægt og rikandi — Mamma, ætli að guð sé ekki reið- ur við mig, fyrst hann lét þetta fara svona? Hún gat ekki stillt sig um að hlægja að spurningu hans. — Ekki skil ég í því, góði minn, el þú hefh’ ekkert gert, sem ljótt er. — Já, ef hann hefði ekkert gert, sem ljótt var, en það var nú einmitt þnð, sem hann hafði gert. En hann gac nú

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.