Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 17
ÖNGA ÍSLAND 139 Kafli þessi er valinn af Guðmundi sjálfum og hafði liann þá að sjálfsögðu í huga, að lesendur blaísins eru börn og unglingar. A. K. Úr Sögu Eldeyjar-Hjalia Dag einn um veturnætur, þetta sama haust, sat Hjalti framan við þilið, sem skildi herbergi foreldra hans frá því, sem þeir bræðurnir sváfu í. Þilið var einfalt, og heyrðist vel í gcgnum það allt, sem talað var í venjulegum rómi. Og nú heyrði Hjalti, að móðlr hans sagði við bónda sinn: — Hvað eigurn við að gera við aum- ingjann? Hann þverneitar að læra að þekkja stafi.. . . Auminginn var gælunafn á Hjalta hjá foreldrum hans og öðrum nánum skyldmennum, en hann var, eins og áður er getið, yngstur af bræðrunum. Jón bóndi svaraði: — Við skulum vera róleg. Hjalti get- ur lært vísur og sögur og yfirleitt allt, sem hann heyrir. Hitt kemur svo bráð- um. Jú, það var satt. Hjalti hafði alveg neitað að fást nokkuð við það, að læra að lesa. Aftur á móti var hann búinn að nema margar bænir og lausavísur °S mikið í rímum. Jóhönnuraunir kunni hann svo að segja allar. Og sögur, og þá einkanlega af tröllum og útilegu- mönnum, hafði hann fest sér rækilega í minni. Noltkrum dögum eftir tal þeirra hjóna kom að Fossi föðurbróðir og nafni Hjalta, Hjalti Einarsson á Suð- urgötum, vanalega kallaður Hjalti á Götum. Hann hafði meðferðis mikið af fréttablöðum, sem þeir bræður keyptu i félagi og létu ganga á milli sín. Þeir bræður, Jón og Hjalti á Götum, ræddu nú um hríð um veðráttuna, hey- feng og heimtur, en síðan sagði Jón og leit til Hjalta sonar síns, sem sat þarna rólegur inni hjá þeim, því að honum þótti vænt um nafna sinn og f rænda: — Það er leiðinlegt með hann nafna þinn. Hann vill ekki læra að lesa. — Hann ætlar víst að verða heiðinn! — Nú, rétt er það, sagði Hjalti á Götum, en þetta var mjög oft fyrsta svar hans, þegar honum var sagt eitt- hvað. Hann þagði nú nokkur augna- blik, en vék sér síðan að nafna sínum. — Áttu nokkra <bók, nafni minn. Hjalti litli svaraði dræmt: — Nei, — ja, mér er reyndar sagt, að ég megi eigna mér Nýja-Testament- ið, en ég kalia það ekki eign. — Langar þig ekki til að eiga ein- hverja bók? — Jú. — Ég skal senda þér bók á morgun .... En af hverju viltu ekki lesa bæk- ur pabba þíns og Jónatans? Hjalti litli svaraði stuttur í spuna: — Þeir iesa þær. Hjalti á Götum kímdi, og þetta tal féll niður. En daginn eftir fékk Hjalti litli bók frá nafna sínum. Það var einhver bækl- ingur, guðrækilegs efnis. Hjalti sagði nú við Jónatan bróður sinn: — Þú kennir mér að lesa bókina mína, Dengi minn. — Já, sagði Dengi. — Ég vil þá byrja strax. Jú, Jónatan taldi engin tormerki á því, og nú hófst kennslan. Hjalta gekk vel að læra að þekkja stafina, og sótti hann það fast um veturinn, að fá að lesa sem oftast og mest. Hnn var svo fluglæs um vorið.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.