Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 12
134 ---------------------------------- „Já, vissulega, vissulega hlýtur þetta að vera satt“, sagði gráskeggj aður á- heyrandi og kinkaði kolli. „Eru allar sögurnar ykkar slíkt þvaður og vitleysa?" spurði Mowgli. „Þessi tígur er haltur vegna þess, að hann fæddist haltur, eins og ég hélt að allir vissu. Allt þetta skraf ykkar um að þetta sé afturgenginn bragðarefur úr þorpinu hérna, er ekkert annað en endaleysa og rugl út í bláinn. Þetta halta tígrisdýr er kjarklaust eins og hundur“. Buldeo varð alveg mállaus af undrun og oddvitinn gapti. „Sei, sei. Er það skógarsnáðinn sem talar?“ spurði Búldeo. „Ef þú ert svona snjall, ættir þú að reyna að ná í feld dýrsins og fara með hann til Khan- hiwara, því að landsstjórnin hefir lagt 100 rúpíur til höfuðs dýrinu. En betra væri þó að þú reyndir að þegja þegar eldri menn eru að tala“. Mowglí stóð á fætur til að fara. „Hér hefi ég verið í allt kvöld og hlustað á sögur ykkar“, hrópaði hann, „og að undanteknum einu eða tveim atriðum hefir Búldeo ekki sagt eitt e’nasta satt orð um skóginn, sem er þó rétt við kofadyrnar hans. Hvernig er þá hægt að trúaú öllu þvaðri ykkar og rugli um afturgöngur, guði og álfa, sem þið segist'hafa séð?“ „Sannarlega er tími til kominn að senda þennan pilt út á sléttuna til að gæta búpeningsins", sagði aldursforset- inn, meðan Búldeo, utan v’ð sig af reiði, ragnaði og reifst vegna fram- komu Mowglis. Það er venja í mdvevk'im sveita- þornum, að nokkrir drengir reka bú- peninginn á beit snemma morg'ms og svo aftur heim að kveldi. BuffÞrnir, sem þegar í stað myndu ráðast á full- --------------- UNGA ÍSLAND orðinn mann og leggja hann undir — sætta sig við að börn, sem ekki ná þeim nema upp í miðjar síður — berji þá og reki hispurslaust áfram. Og á meðan að drengirnir halda sig nálægt hjörðinni, eru þeir öruggir, því að tígr- isdýr þorir ekki að koma nálægt stórri bufflahjörð. En ef þeir rölta frá, til að tína blóm eða veiða fugia, áhætta þeir lífi sínu í klóm tígrisdýrsins. f dögun reið Mowglí á Rama í gegn um þorpið, en Rama var forystutarf- urinn. Blágrá nautin, með hin aftur- kembdu horn og illileg augun komu út úr kofunum ásamt kúnum og eltu Rama. En Mowgli gerði börnunum, sem með honum voru, greinilega skiljan- legt, að það væri hann, sem stjórnaði. f hendinni hafði hann langt gljáandi reyrprik, sem hann rak skepnurnar á- fram með um leið og hann sagði við Kamya, sem var einn drengjanna, er með honum áttu að gæta búpenings- ins, að það væri best að beita kúnum annarsstaðar en nautunum, en sjálfur rak hann nautin lengra inn á sléttuna. Drengjunum gaf hann áminningu um að fara ekki of langt frá hjörðinni. Á víð og dreif um hin indversku beitilönd eru klanpir, þéttir runnar og kjarr, þúfur og gjótur, en þarna dreifir hjörðin sér og hverfur annað slagið á bak við klappirnar eða ofan í gjóturn- ar. Nautin una sér best náTægt tjörn- um og síkjum þar sem bau geta velt sér í leðjunni og sleikt sólskin’ð. Mow- glí fór með nautin aha leið á enda sléttunnar, bar sem Waingunga rennui’ út úr skóginnm. Þar stökk hann af baki Rama, hljóp að einum runnan'm1 þar sem hann hitti Grábróðir. „Hér hefi ég beðið bín í marga daga“. sagði Grábróðir. „Hvað? Þú ert þó ékki orð- inn kúahirðir ?“

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.