Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 14
UNGA ISLAND 136 ---------------------------------- yfir sléttuna ásamt Tabaqui og spor þín voru þá ekki enn þá köld orðin“, sagði úlfurinn lafmóður. Mowgli hnikklaði brýrnar. „Ekki ótt- ast ég Shera Khan. En Tabaqui er kænn“. „Þú þarft ekki að óttast hann“, sagði Grábróðir og sleikti út um. „Ég mætti Tabaqui við sólaruppkomu. Nú getur hann sagt gömmunum frá öllum brögð- um sínum, en hann varð líka að segja mér allt sem hann vissi áður en ég braut í honum hrygginn. Shera Khan ætlar að bíða þín í kvöld við þorps- hliðið — bíða þín og aðeins þín. — Núna liggur hann uppi í stóru Waing- ungagjánni og safnar kröftum“. „Hefir hann étið nokkuð í dag eða er hann svangur?" spurði Mowgli, sem vissi að líf hans var- undir svarinu komið. „Hann drap villisvín í morgunsárinu, og drakk líka. Shera Khan myndi aldr- ei geta hugsað sér að svelta daglangt, jafnvel þó við það yrðu líkurnar meiri fyrir því, að hann næði hefnd sinni“. „Ha, en sá bjáni, hvíjíkur fábjáni. Heimskari en heimskasti hvolpur. Hann hefir etið og drukkið, og svo heldur hann að ég muni gefa honum tíma til að sofa. Hvar er hann? Ef við aðeins værum tíu úlfar saman, gætum við í hvelli drepið hann þar sem hann sefur. Nautin munu ekki ráðast á hann nema þau finni lyktina af honum, og ég get ekki talað mál þeirra. Getum við komist aftan að honum svo við náum slóð hans, því að þá geta nautin fundið lyktina?" „Hann synti síðasta spölinn í Wain- gunga til að hylja slóðina", sagði Grá- bróðir. „Það er ég alveg viss um, að Taba- qui hefir sagt honum að gera þetta, því að sjálfum hefði honum aldrei dottið slíkt í hug“. Mowglí stóð hugsi og sleikti fingur sinn. „Mynni stóru Waingunga-gjárinnar snýr út að slétt- unni, fjórðung mílu héðan. Auðvitað get ég rekið hluta af hjörðinni í gegn um skóginn, og komist þannig að efra mynni gjárinnar, og síðan gert árás á hann niður eftir gjánni, en þá sleppur hann út, niður við ána. Þess vegna verðum við að loka gjánni þeim meg- in. Grábróðir, getur þú ekki skifti hjörðinni í tvennt fyrtr mig?“ „Ef til vill get ég það ekki, en ég tók með mér hingað góðan og snjallan aðstoðarmann“. Grábróðir læddist í burtu og hvarf ofan í gjótu. Rétt á eftir kom gríðarstórt grátt höfuð upp úr gjótunni, og hið mollulega loft há- degisins fylltist ísmeygilegasta hljóð- inu, sem heyrist í skóginum, en það er veiðivæl í úlfi um hádegisbil. „Akela, Akela“, hrópaði Mowglí og klappaði höndunum saman. „Ég hefði átt að geta sagt mér það sjálfur, að þú myndir ekki gleyma mér. Nú er mikið að gera. Skiftu nú hjörðinni í tvo hluta, Akela. Kýr og kálfa sér, en naut- in og plóguxana sér“. Úlfarnir tveir þutu fram og aftur um hjörðina, rétt eins og skyttur í vefstól. Dýrin bauluðu, köstuðu hausn- um aftur á bak og skiftust í tvo flokka. 1 öðrum stóðu kýrnar í kring um kálfa sína. Þær ranghvolfdu augunum illilega og spörkuðu í jörðina, reiðubúnir til að ráðast á úlfana og merja úr þeim líffð. Það voru ungu nautin og uxarnir, sem fylltu hinn flokkinn bölvandi og jafn- vel þó þeir væru miklu stórfenglegri en kýrnar, voru þeir þó ekki nærri eins hættulegir, vegna þess, að þeir vörðu

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.