Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 10
UNGA ÍSLAND 132 ---------------------------------- RUD YA R D KIP LIN G: 'ÍJefnd 'ÍTCowglis. Þýli hefir Jakob Hafsfein. Framhald. „Svei“, sagði Grábróðir — hann- var elztur hvolpanna —. „Ég er búinn að elta þig fimm mílur og launin eru mannaþefur og reykjarlykt, sem af þár leggur. Sei, sei, bara strax orðinn mað- ur frá hvirfli til ilja. Vaknaðu heldur, litli bróðir, því að ég hefi fréttir að flytja þér“. „Líður öllum vel heima í skóginum?“ spurði Mowgli og þrýsti honum að sér. „Öllum líður vel, nema úlfunum, sem þú barðir með Rauða blóminu. En nú skal ég segja þér sögu, Mowgli: Shera Khan er farinn í annan skóg, þar sem hann ætlar að veiða, meðan sviðablett- irnir á feldi hans eru að hverfa, því að þú brendir hann illilega. Hann hefir svarið þess dýran eið, að kasta beinum þínum í Waingungaána, þegar hann kemur hingað aftur á veiðar“. „Við verðum tveir að ákveða það, en ekki hann einn. Ég hefi líka gefxð dálítið loforð. En það er alltaf goit að fá fréttir. í kvöld er ég þreyttur, ákaflega þreyttur, því að það er svc margt nýtt, sem fyrir augað hefir bor- ið og ég þurft að reyna. En komdu til mín, ef einhverjar nýjungar eru á ferðinni". „Þú ætlar þá'aldrei að gleyma því, að þú ert úlfur? Mennirnir munu aldrei geta fengið þig til þess að gleyma því?“ spurði Grábróðir örvæntingarfullur. „Aldrei. Ég gleymi því aldrei, hvað mér þykir vænt um þig og ykkur öll í greninu. En ég get heldur aldrei gleymt því, að úlfarnir ráku mig úr flokknum“. „Eða ef til vill, að þú bráðum verð- ur rekinn úr öðrum félagsskap? Menn- irnir eru nú bara menn, litli bróðir, og mál þeirra er eins og froskanna, sem klaka í tjörnunum. Þegar ég aftur kem hingað mun ég bíða þín í rjóðrinu, þar sem akurinn byrjar“. Um þriggja mánaða skeið, eftir þessa nótt, kom Mowgli varla út fyrir þorpshliðið, því að hann var önnum kafinn í að læra h-áttu og siðu mann- anna. Fyrst varð hann að venja sig á að ganga með mittisskýlu, sem olli honum mikilla óþæginda. Því næst varð hann að læra að þekkja gildi peninga, sem hann hafði ekki haft minnstu hug- mynd um að væru til, og loks varð hann að læra að plægja, sem honum sýndist gagnslaust með öllu. Börnin í þorpinu gerðu hann stund- um fjúkandi vondan. Til allrar ham- ingju höfðu skógarlögin kennt honum fram úr skarandi vel að stilla skap s:tt, því að í skóginum er það höfuðatriði til bjargar lífi og limum, að geta haft stjórn á sjálfum sér. Og þegar þau hæddu hann fyrir það að vilja ekki taka þátt í leikjum þeirra eða að láta flug- dreka fljúga með þeim, eða vegna þess að framburður hans á einhverju orði var gallaður, þá var það eingöngu vegna vitundar hans um, að það færi á bága við allar reglur að drepa svona nakta aumingja, að hann greip ekki krakkana á hlaupum og braut í þeim hrygginn. Hann hafði ekki hugmynd um, hve sterkur hann var. I skógin- um vissi hann, að hann var ekki nærri því eins sterkur og sum dýrin, en þorpsbúarnir sögðu, að hann væri sterkur sem naut. Hann óttaðist ekkert. Einu sinni sagði presturinn við hann, að musteris- guðinn reiddist honum, ef hann borðaði

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.