Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 10
ara eða sterkara eftir því, hvort vind- urinn óx, eða úr honum dró. Kvistir og greinar brotnuðu af trjánum á stöku stað og féllu niður á jörðina með braki og brestum. Það var eins og skógurinn endurómaði kveinstafi einhverra, sem væru í nauðum staddir. Þannig var vet- urinn, harður pg miskunnarlaus. Hópur rádýra ráfaði um skóginn og leitaði sér skjóls fyrir storminum. Það var liðið á daginn og orðið skuggsýnt milli snævi þaktra stofnanna, inni und- ir trjákrónunum. Dýrin störðu stórum og skærum augum út í rökkrið, og kvíð- inn og hræðslan skein úr þeim. Á stöku stað fundu þau löng og visin strá, sem stóðu upp úr snjónum inni undir grein- unum og kroppuðu þau með áfergju. Um sólarlag komu þau að opnu svæði í skóginum. Þarna höfðu trén verið höggvin og rjóður gert, og ilmandi heyi hafði verið dreift á jörðina handa þeim. Þau tóku rösklega til matar síns, rifu heyið í sig, tippluðu léttilegt hvert um annað og reyndu að fá sem mest, svo fljótt sem unnt væri. Eitt og eitt renndi augunum óttaslegið inn í myrkur stór- skógarins og hélt svo áfram að éta. Lítill íkorni sat uppi á háu tré við rjóðrið og virti þessi stóru dýr forvitn- islega fyrir sér. A}lt í einu hrökk hann við, beindi skærum augunum inn í myrkrið milli trjánna bak við dýrin og starði þangað um stund. Svo hljóp hann lengra út á greinina, sem hann sat á og skimaði ýmist til dýranna eða inn í skóginn, snéri síðan við aftur, skjótur sem elding, tísti lágt, barði skottinu 'í tréð og hvarf upp í trjákrónuna. Gamall rátarfur, fyrirliði hópsins, heyrði til íkornans, lyfti höfðinu hátt upp og þefaði. Ekkert grunsamlegt gat hann fundið, en íkominn hafði gert hann órólegan. Hann hætti að éta, hljóp nokkrum sinnum fram og aftur og skimaði inn á milli trjástofnanna bak við rjóðrið. Óró hans fór vaxandi, svo hrifsaði hann heyvisk í ginið, fór af stað og allur hópurinn fylgdi honum eftir, nema einn kornungur tarfur. Hann japlaði á tuggu, sem hann hafði uppi í sér, hljóp af stað eins og hann ætlaði að fylgja hinum, en staðnæmd- ist og horfði andartak á eftir hópnum, náði sér svo í aðra tuggu, en í sama bili hvarf hópurinn inn í myrkan skóginn. Hann var soltinn og þar að auki ungur og óreyndur. Enn um hríð hélt hann áfram að éta, datt engin hætta í hug og hélt að hann gæti náð félögunum með einum góðum spretti. En íkorninn uppi í trénu vissi að ó- vinir voru á næstu grösum. Hann tísti hræðslulega, en rátarfurinn gaf því engan gaum. Loks, þegar hann ætlaði a^ hlaupa á eftir félögum sínum, var það orðið of seint. Hann prjónaði upp fót- unum, lostinn skelfingu, skalf eins og asparlauf og kumraði angistarlega. Út úr skóginum komu refahjónin þjótandi. Síðustu næturnar höfðu þau náð í nokkrar mýs í heydreifunni eftir rádýrin. Snjór og klakamolar þyrluðust upp undan löppum þeirra, en þau skeyttu því engu. Sulturinn rak þau á- fram án tafar þangað, sem von var um matarbita. Allt í einu staðnæmdust þau og hnipruðu sig saman inni undir slútandi grein og refurinn skimaði til hliðar. Út á milli skuggalegra trjástofnanna komu tvö dýr sniðhallt á eftir þeim. Refa- hjónin risu á fætur og komu róieg út úr fylgsni sínu. Þetta voru líka refir, og þau dingluðu öll skottunum vinsam- lega hvert að öðru, héldu síðan áfram öll saman, og í þessum svifum urðu þau vör við rádýrið. UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.