Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 12
þessu móti ætlaði mörðurinn að vinna á sér. Hann skipti því um aðferð, fór stóran sveig aftur á bak og nálgaðist þannig særða dýrið, sem lá við veginn. Mörðurinn elti hann þangað, en ekki lengra og refurinn mjakaði sér. aftur á bak yfir skurðinni og upp á veginn. Nú þóttist hann eiga bráðina vísa. En í þessum svifum komu ókunnu í'efirnir á harðahlaupum og tófan hans á eftir þeim. Fremsti refurinn greip særða mörðinn og hljóp burtu með hann. Urrandi af gremju og vonbrigð- um hljóp hann að og ætlaði að hrifsa bráðina til sín, en þessi máltíð var einnig tekin frá honum. Bælið í snjón- um og nokkrir blóðdropar voru það eina, sem eftir var, en refirnir tveir, sem bráðinni höfðu náð, hurfu út í myrkur skógarins. Viti sínu fjær hljóp hann aftur yfir skurðinn og ætlaði nú að jafna um mörðinn, hvað sem það kostaði, en hann var þá einnig horfinn. Þegar leið að morgni, voru refahjón- in á ferli í lágskóginum, óð af hungri. Þau röktu árangurslaust slóðir ýmissa dýra, en þau náðu ekki í neitt, þó að þau yrðu vör við bráð á stöku stað. Allt í einu urðu þau vör við nýjan þef. Þau fundu reyndar með þeffærum sínum, að þetta var maður á gangi í skóginum, samt læddust þau á eftir hon- um. Maðurinn var óhræddur og kvíðalaus, þótt hann væri einn á ferð í þögulum skóginum. Hann vann í malargryfju handan við skóginn og hafði oft farið þessa leið tii og frá vinnu sinni. Það mótaði óljóst fyrir veginum í myrkr- inu og víða voru djúpar fannir. Stund- um rak hann sig á trjágreinar, sem slúttu yfir veginn, og þá komu snjógus- urnar niður yfir hann, ofan úr liminu. Allt í einu fannst honum eitthvað vera að læðast inn á milli trjánna meðfram veginum. Honum varð hverft við, en þegar hann heyrði ekki annað en nið- inn í vetrarstorminum og þytinn í trjánum, þó hann leggði við hlustirnar, varð honum rórra. Þá huggaði hann sig við, að þetta hefði ekki verið annað en ímyndun og hélt áfram. Ekki hafði hann gengið lengi, þegar hann hrökk við á ný. — Var hann ekki einn á ferð hér? Nú hafði hann heyrt greinilega, að eitthvað hreyfðist í snjón- um við veginn. Eitthvað var hér á seyði. Þetta var ömurlegur staður í nætur- myrkrinu og kuldanum, og þessum napra vetrarstormi. Hann staðnæmdist, hlustaði, en heyrði ekkert. Hann tók að berja sér, bæði til að hita sér og líka til að herða hugann gegn öllum kveifar- legum hugsunum. Höggin bergmáluðu í skóginum og nú var ekki um að vill- ast, bak við næsta tré heyrðist ótt og títt fótatak. Maðurinn lét hendurnar síga, gekk fram á vegarbrúnina og sveigði tvær greinar til hliðar, svo að hann gæti at- hugað þetta nánar. I sama bili sökk hann niður í snjóinn upp að mitti og um leið sá hann einhverju bregða fyrir í myrkrinu og hverfa. — Það var víst hollast að vera á veginum. Maðurinn var nú kominn þvert í gegn um skóginn, og þegar skógarjaðr- inum sleppti, þóttist hann vera hólpinn. En þegar hann sneri sér við og horfði til baka, sá hann greinilega móta fyrir tveimur stórum dýrum, sem læddust í humátt á eftir honum. Honum varð svo hverft við, að það var eins og kaldur straumur færi gegn um hann. En þeg- ar hann sá, að þetta voru bara tveir refir, varð honum rórra. Þetta voru refahjónin. UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.