Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 13
En tortryggilegt var þetta samt. Ekki voru refir vanir að elta menn. Maður- inn reyndi að reka þau burtu með óp- um, en sulturinn hafði gert þau óð og uppvæg. Refurinn hljóp fram í stað þess að hörfa til baka og var sem eldur brynni úr augum hans. Þá byrsti mað- urinn sig enn meir og kastaði snjó í dýrin. Þau véku lítið eitt frá en komu brátt aftur. Tófan fór í sveig fram hjá manninum og ætlaði ausðjáanlega að ráðast aftan að honum og refurinn gerði sig einnig líklegan til áhlaups. En dýrin hikuðu samt við að láta skríða til skarar. Hræðsla þeirra við manninn var nóg til þess. Hann komst klaklaust niður í malargryfjuna og tók til starfa. Refirnir lögðust á gryfju- barminn og fylgdu hverri hreyfingu hans með grimmilegu og gráðugu augnaráði, titrandi af hunguræði. Mað- urinn fór strax að kvíða fyrir heimferð- inni. Um hádegið tyllti hann sér niður, opnaði nestisílát sitt og fór að borða. Refirnir urðu órólegir og risu upp. Ef til vill hafa þeir fundið matarþefinn. Maðurinn þreif skófluna og ætlaði að verja sig með henni, en þá heyrðist hundur gjamma einhvers staðar í grennd. Refirnir sperrtu upp eyrun og hlustuðu. Gjammið heyrðist aftur og virtist nú vera nær. Tófan laumaðist þá burtu og refurinn fór bráðlega á eft- ir henni. Hvorugt þeirra sá maðurinn aftur, það sem eftir var dagsins. Óskar Þórðarson frá Haga ÚR KVÆÐI SMIÐSINS Sú eina þrá var mér i blóðið borin, að berja járn og þynna rauðar eggjar. Við smiðjueldinn stóð ég störfum hlaðinn við stálsins neistaflug til gólfs og veggja. Um hendur minar logar eldsins léku og leiftrum brá á föla kinn og vanga. Og þá var tíðum sviðinn sár i augum í svörtum reykjum vinnudagsins langa. pó hönd sé kreppt og bakið orðið bogið og bólgnir hvarmar, augun veik og sljó —. Ég á til grafar marga hlýja minning frá minni smiðju, þegar lífið hló. — Ég hlaut þá gjöf, sem gæfu mesta veitir og gleði þá, er aldrei verður máð. Hún er: að geta svalað köllun sinni, þótt settu marki verði aldrei náð. UNGA ISLAND -7

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.