Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 17
þessu ódæði var lokið, leitaði hann verndar hjá foreldrum sínum. Og honum veitti ekki af því. Bræður hans, einkum ritstjórinn voru ægilega reiðir. En foreldrar þeirra tóku mál- stað litla drengsins og sögðu, að hann ætti enga refsingu skilið, fyrst hin hefðu verið að stríða honum. Seinna þótti Hudson mjög leitt að svona skyldi fara, því blikkdósin hefði vel getað orðið til þess að hann hefði nokkru fyrr farið að skrifa um fuglana. Því það átti eftir að verða æfistarf hans. Áhugi hans fyrir fuglunum var jafn mikill á fullorðinsárunum og hann hafði verið þegar hann var barn. Hann átti lengi heima á Englandi og reyndi að hafa ofan af fyrir sér með ritstörfum. Fyrstu árin voru mjög erfið og þau hjónin áttu oft ekki málungi matar. En svo fóru rit hans allt í einu að vekja athygli og hann var talinn meðal beztu náttúrufræðinga og rithöfunda. Eftir að bók hans „Grænu híbýlin" kom út, töldu sumir ritdómarar hann vera meðal snjöllustu rithöfunda samtíðar- innar. En allt hól þeirra virtist aldrei stíga til höfuðs honum. Hann lifði alltaf jafn rólegu, iðjusömu og látlausu lífi og hann mun hafa gert meðan hann var bara einn af Hudsonsstrákunum á gresjunni í Suður-Ameríku. (A. J. þýddi úr American Junior Red Cross News)_. Bifreiðasalinn: Viljið þér ekki kaupa yður vörubíl ? Bóndinn: Nei, ég er nýbúinn að kaupa kú. Bifreiðasalinn: En ekki getið þér far- ið á henni til bæjarins. Bóndinn: Nei, en það er ekki heldur hægt að mjólka bílinn. * Sigga: Gunnar er alltaf að tala um, hvað ég sé yndislega falleg og skynsöm. Anna: Hamingjan hjálpi þér___ Og þú ætlar að giftast manni, sem skrökv- ar svona hroðalega að þér. HAUSTKVÆÐl' Á haustin blöðin blikna Skepnur heim sig hypja og blæðir út á ný, að húsum bænda þá, allir vinir vorsins úr fersku fjallalofti vikna yfir því. fram' við vðtnin blá. Landið klaka klæðist, pær vita að bráðum vetrar klettar, fjöll og gil, og velli hylur fönn. og grimmur gustur læðist — En seinna kemur sumar, gegnum bóndans þil. er sviptir burtu hrönn. Sveinn Kristinsson. 15 ára. UNGA ISLAND 11

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.