Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 16
morgun, að þau mundu hafa gott af að vera svolítið meira úti“, sagði hann alltaf. En dag nokkurn fór þessi kennari líka og börnin fengu þriðja og síðasta kennarann. 1 þetta sinn var það ungur og gáfaður maður, sem fékk þau til að stunda námið og þykja gaman að því. Annars hafði Villi aldrei verulega gaman af bókum, þegar hann var drengur. Honum þótti miklu meira gaman að sitja klukkustundum saman og bíða eftir því að sjaldgæfur fugl kæmi í hreiðrið sitt. Hann var mjög sólginn í að kynna sér lifnaðarhætti fuglanna. Eldri bræður hans reyndu að notfæra sér þessa ástríðu hans til að hrekkja hann. Þeir veiddu algengan stara og máluðu sumar fjaðrirnar á honum þannig, að hann varð mjög torkenni- legur. Næst, þegar Vill kom inn, spurðu þeir: „Sástu fleiri fugla í dag? Segðu okkur frá þeim“. Honum þótti mjög vænt um áhuga þeirra og hann lýsti þeim fuglum, er hann hafði séð. „En sástu enga sjaldgæfa fugla?“ „Nei“. Þannig gekk það í nokkra daga. Villi minntist aldrei á málaða fugl- inn og að síðustu játuðu bræður hans fyrir honum, hvað þeir hefðu gert. Þeir urðu því sjálfir fyrir gabbinu. Um þessar mundir datt einum drengj- anna í hug, að það væri nógu gaman íyrir fjölskylduna að koma sér upp litlu heimilisblaði. Hann tók sterka blikkdós og gerði rifu í lokið á henni. Svo sagði hann systkinum sínum að hvert þeirra ætti að skrifa sögu eða grein og stinga í dósina. Villi átti að skrifa um fuglana. Allt virtist vera í bezta lagi, þegar ritstjóri Blikkdósarinnar kallaði ungu rithöfundana á fund sinn. Hann var önnum kafinn við að afrita handritin með sinni fögru rithönd, og hann sýndi þeim það, sem hann var bú- inn með, en þau fengu ekki að snerta það. „En þetta er alltof erfitt fyrir mig“, sagði hann, „bæði að kaupa pappírinn og allt annað. Ég legg því til að hvert okkar leggi til svo sem 25 aura af vasa- aurunum okkar. Ykkur munar ekkert um það og ég annast alla vinnuna hvort sem er“. Flestir féllust á að þetta væri rétt, en yngsti bróðirinn, sem var sjö ára, neit- aði að vera með. Hann vildi ekki leggja einn eyri fram. „Gott og vel“, hrópaði ritstjórinn, „þá geturðu ekki ski'ifað í blaðið". „Ég kæri mig ekkert um að skrifa í það“, sagði litli drengurinn. Hin reyndu að tala um fyrir honum, en þegar það reyndist árangurslaust, ákvað ritstjórinn að reyna aðra leið og sagði: „Ég er þegar búinn að skrifa rit- stjórnargreinina, en ég ætla að skrifa aðra um þig. Þér verður lýst sem úr- þvætti, allir munu benda á þig og skamma þig og vera hissa á því, að þeim skyldi nokkurntíma hafa verið hlýtt til þín“. Svona hélt hann áfram þangað til litli anginn var orðinn niðurlútur og fór grátandi út úr stofunni. Og seinna um daginn lék hann sér ekki með hinum börnunum, en læddist burtu og fann blikkdósina. Hann fór út með hana, braut af henni lokið og reif handritin í tætlur. Þegar 10 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.