Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 30

Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 30
BRA UTRYÐJENDUR JOSEPS LISTER Okkur er öllum illa við að veikjast og flestum okkar er þannig farið, að okkur þykir, fyrir, að þurfa að leggj- ast í sjúkrahús. Sérstaklega höfum við beig af uppskurðum og því um líku, jafnvel þó að við vitum vel, að í sjúkra- húsinu er allt fyrir okkur gert, sem unnt er, svo að okkur megi batna sem fyrst. Það er þó ekki í kot vísað, þar sem nýtízku sjúkrahús eru, þar sem allt er tárhreint, föndrað og fágað. En fyrir svo sem 60 árum síðan, þá var öldin önnur, sjúkrahúsin voru þá óhrein, loftill, yfirfull dimm hreysi, ó- boðleg heilbrigðu fólki, hvað þá heldur sjúklingum eða svo finnst okkur nú. — Allur aðbúnaður var eftir því. Hjúkr- unarkonurnar voru gamlar geðstirðar kerlingar, mestu sóðar og oft auk þess fullar. Það var því alls ekkert undar- legt, þó að veiku fólki væri illa við, að leggjast í slík sjúkrahús, enda var bata- vonin ekki mikil fyrir þá, sem þangað fóru. Venjan var, að helmingur allra þeirra sjúklinga, sem uppskurður var gerður á, dóu úr blóðeitrun, en sá sjúk- dómur orsakast af graftrarsýklum, sem lifa og tímgast í óhreinindum, en af þeim var nóg í þessum gömlu sjúkra- húsum, sem voru sannkölluð pestar- bæli. Við skulum nú athuga hvernig blóð- eitrun verður. Ef við stingum okkur á ryðguðum nagla eða óhreinum hníf og hirðum ekki um, að láta hreinsa sárið, þá fáum við bólgu umhverfis það eftir 24 1—2 daga. Staðurinn verður heitur við- komu, rauður og þrútinn, og við finn- um til dunkandi verkjar í sárinu. En hvers vegna? Jú, einmitt vegna þess, að á ryðgaða naglanum eða óhreina hnífn- um, eða kannske bara á okkar eigin hör- undi voru graftrarsýklar, sem komust inn í hörundið eða undir það gegnum sárið. Þessir sýklar una bezt hag sín- um, þar sem velgja er, raki og myrk- ur og allt þetta má finna í ríkum mæli í stungusárinu. Líkami okkar verst vitanlega eftir föngum, gegn svona óþægilegum og ill- um gestum, enda er hann vel úr garði gerður til þess og vopnið, sem hann not- ar er það, sem við köllum bólga. Jafn- skjótt og sýklar fara að gera einhvern óskunda hvar í líkamanum sem er, er með vessum og taugum send boð til heila og mænu og þaðan er vörninni stjórnað gegnum ósjálfráða taugakerf- ið. Við skulum athuga bólguna dálítið nánar, líklega höfum við öll einhvern tíma fengið bólgusnert. Bólgan hefst þannig, að blóðsókn eykst til staðarins, smáæðarnar víkka út og bólgusvæðið verður því rautt og heitt við aukna blóð- sókn vætlar meira blóðvatn út í vefina, en þetta veldur þrotanum. Þrotinn þrístir á taugaendana og þess vegna finnum við til sársauka. Auk þess smjúga hvítu blóðkornin, sem berast að í blóðinu út um æðarnar, til áverkastað- arins og umlykja sýklana. Blóðvatnið og hvítu blóðkornin verka lamandi og UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.