Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 15
holu sína rétt hjá húsinu þínu, eða að þú fengir köku úr strútseggi til morg- unverðar. Lengst af voru Hudsonsbræðurnir frjálsir eins og fuglinn. Þeir riðu marg- ar mílur yfir slétturnar og heimsóttu nágrannana, sem bjuggu langt í burtu. Á einum búgarðinum var taminn strútur, sem Villa þótti mjög gaman að. Fuglinn fékk að leika lausum hala úti, en eigendur hans vildu ekki hleypa honum inn í húsið, því hann hafði þann ljóta sið, að gleypa allt, sem var úr málmi, svo sem peninga, skeiðar og jafnvel skæri. Þegar fólkið var inni, beið strúturinn rólegur nálægt glugg- anum eftir því, að einhver kæmi út. Hann undi sér vel meðal mannanna og virtist líta niður á aðra fugla og önnur dýr. Hann elti drengina út í aldingarðinn og var síbetlandi um ferskjur, eftir að þær voru fullþroska. Villa þótti gaman að gefa honum og horfa á, hvernig stór- ir bitarnir mjökuðust smám saman nið- ur langan hálsinn. Strúturinn var líka þátttakandi í ein- um skemmtilegasta leiknum þeirra. Þeir þóttust vera á veiðum með litlu strákunum á búgarðinum og notuðu -vopn, sem var kallað „bola". Það var seigur strengur með snúð úr blýi eða léttum við á hvorum enda. Minni hnúð- urinn er hafður í lófanum en hinum er sveiflað. Svo er „bölan" látin þjóta að dýrinU, sem veiða á, en snúran vefst af sjálfu sér utan um hvað sem fyrir verður. Leikurinn fór fram standandi og Villi var oftast nær strúturinn, því hann var svo fljótur að hlaupa. Hann hentist af stað og drengirnir sveifluðu „bolunum" sínum. Sá, sem vann fyrst, átti að láta veiða sig í næsta leik. Það var enginn skóli á gresjunni. En einn morgun var uppi fótur og fit hjá Hudsonsbörnunum, því þeim var sagt, að þau ættu að læra á hverjum degi. Maður nokkur, Frigg að nafni, átti að kenna þeim. Og það var skrítinn ná- ungi. Hann var allra geðþekkasti mað- ur við matborðið, en hræðilega geðill- ur í skólastofunni. Börnin gátu varla trúað því, að það væri sami maðurinn. Eitt sinn kom gömul kona heim til þeirra. Hún kvaðst vera búin að aka tuttugu og fimm mílur; hana hefði langað svo mikið til að hitta granna sína. Hún var í skrítnum fötum og rödd hennar var hörð og ellileg, en það var mjög gaman að hlusta á tal hennar. Þegar tedrykkjunni var lokið, fylgdu börnin henni út að hliðinu og sáu þá, að hún var engin önnur en herra Frigg. Hann hafði einu sinni verið leikari og hann lék gömlu konuna svo vel, að öll fjölskyldan var hrifin af. Einn morguninn varð Frigg svo reiður við nemendur sína, að hann barði um sig með svipu. En í sömu andránni kom móðir barnanna í dyrnar. Það var síðasta kennslustundin hans hjá Hudsonsbörnunum. Þá var hann búinn að vera hjá þeim í hér um bil hálft þriðja ár. Næsti kennari þeirra var Irlending- ur, sem var að sama skapi geðgóður og Frigg hafði verið skapvondur. „Það er ljómandi veiðiveður í dag", var einhver drengjanna vís til að segja. Og kennarinn, sem helzt hefði alltaf viljað vera á einhverju randi, fór strax á fund foreldranna og bað um frí hálf- an daginn. „Börnin hafa verið svo dugleg í UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.