Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 26

Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 26
Felix hugsaði með skelfingu, hvort það gæti borið sig að Óli ætlaði að vinna það á þennan hátt? Hann dauðsá eftir að hafa gert þennan óheillasamning. En nú var Óli f arinn að f ara hægara. Hann var orðinn mjög móður og svit- inn rann í stríðium straumum af andliti hans. Hið dökka, hrokkna hár hans var gegnvott af svita. Síðustu fótmál Óla upp á brúnina voru kveljandi raun og það var engu líkara en að Felix yrði þyngri og þyngri með hverju spori. En Óli skeytti því engu, hann hugsaði að- eins um landið sitt og fólkið sitt, og upp komst hann. En hann gaf sér eng- an tíma til að kasta mæðinni. Áfram hélt hann. Innan skamms sá hann fram af brún- inni hinum megin, þar sem hið safa- ríka gras Grænu-Alpanna bylgjaðist rótt og höfugt. Gat hann komizt þangað? Móður og másandi tók hann að feta sig niður hlíðina. Honum skrikaði fót- ur hvað eftir annað og hin þunga byrði hans þyngdist enn við hvert fótmál. — Hann f ór hægar og hægar-------. Nú var hann næstum dottinn, en náði jafnvæg- inu á síðustu stundu. Hann gat engu orði upp komið fyrir mæði; engu hljóði. -------Og Felix — — hann gat heldur ekkert sagt. Skref eftir skref af hinu græna engi hvarf nú á bak við þá og tilheyrði upp frá því Glarus. Það var þyngsta raun Felixar. Það var eina hugsun Óla — — og huggun. Hægt og hægt mjökuðust þeir áfram, ennúvargangur Óla líkt og hjá farlama gamalmenni. Hann var orðinn saman fallinn og beygður í keng undir byrði sinni og bráðum hlutu fætur hans að gefa eftir og komast ekki lengra, en áfram hélt hann enn góða stund. Nú skrikaði hann til. Hann riðaði á fótun- um. En samt — áfram. Allt í einu féll hann til jarðar. Hann féll með andlitið ofan á bláan maríuvönd og bylgjandi grængresið straukst um hár hans. Hjarta hans sló ekki framar. Þannig lét Óli ostagerðarmaður líf sitt, en Grænu-Alpana haf ði hann í stað þess endurheimt fyrir land sitt og þjóð. Og í dag stendur lítill trékross í hinu græna fjallaengi, sá kross sýnir stað- inn, þar sem Óli féll. Og hann sýnir einnig landamerkin milli hinna tveggja ríkja, Uri og Glarus. S. J. þýddi. Spurningar 1. — 1 fornritum hvaða þjóðar er Is- land nefnt Thule? 2.— Hvað hét maður sá, er varð eft- ir, þegar Garðar Svavarsson sigldi burtu, eftir að hafa dvalið hér einn vet- ur? 3. — Af hverju dregur Faxaflói nafn? 4. — Af hverju hlaut Þórólfur smjör viðurnefni sitt? 5. — Við hvaða atburð er miðið, þeg- ar talið er að landnámsöld hafi byrjað 874? 6. — Hvað hét fyrsti biskup á Hól- um? 7. — Hvar var fyrsta klaustur á Is- landi? 8. — Hversu mörg þing voru á Is- landi til forna, og hvað hétu þau? 9. — Til hvers var fimmtardómur stofnaður? 10. — Hvar er Bláskógaheiði ? S. H. 20 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.