Unga Ísland - 01.12.1949, Page 16
14
er að hætti aðalsmanna, og kunningjarnir eru úr æðstu
stéttum borgarinnar. Hvað eftir annað ferðast þau hjón-
in til Suðurlanda, Frakklands, Spánar og ítalíu. Frá þeim
ferðum eru mörg af hinum beztu kvæðum hans. Og heima
í Reykjavík á hann hús, sem bíður fjölskyldunnar, þeg-
ar hún heimsækir ættland sitt. — Eftir lok heimsstyrjald-
arinnar flytja þau hjónin aftur til Kaupmannahafnar og
eiga þar heima í tvö ár. Síðan fara þau aftur til Lund-
úna, Hamborgar, Reykjavíkur, Kanada og New York. Börn
þeirra dvelja við nám í Danmörku, Þýzkalandi og Eng-
landi. Þrisvar á árunum 1927—28 ferðast Einar frá íslandi
til Noregs. En þá er fjármálastarfsemi hans lokið. Hann
er orðinn 66 ára. Og árið 1930 kemur fimmta og síðasta
ljóðasafn hans út. Harmleikur einkalífs hans hefst, heim-
ili hans og hjónaband leysist upp, og efnin ganga til þurrð-
ar. Ríkið veitir honum prófessorslaun, sem viðurkenn-
ingu fyrir skáldskap hans. En líf hans er í rústum. Tíu
árum síðar andast hann. Þá átti hann heima 1 Herdísar-
vík, einhverju afskekktasta býli landsins. En jörðina á
hann skuldlausa, sem og hið dýrmæta bókasafn sitt, sem
hann arfleiðir Háskóla íslands að — með þökk fyrir heið-
urslaunin.
Þegar því er þannig farið, að ekkert af áformum Einars
Benediktssonar — að skáldskap hans undanskildum —
heppnaðist, er ekki óeðlilegt, þótt borgaralega sinnaðir
fjármálamenn reyni að grafast fyrir hina óleystu gátu
lífs hans. En sú leit mun reynast árangurslaus. Venju-
legir fjármálamenn munu aldrei geta komizt á snoðir um
þann leyndardóm. Og þó er unnt að skyggnast lítið eitt
inn í leyndardóminn með því að lesa vel kvæði hans, en
því miður er því svo farið, að enrtþá færri virðast kunna
að lesa en skrifa.
Hið mikla áform Einars Benediktssonar, að veita
straumum af gulli inn 1 landið til námareksturs, járn-