Unga Ísland - 01.12.1949, Side 22
20
hann eftir, að vegfarendur námu staðar og glöddust við
að horfa á liljurnar, og hann furðaði sig á því, að þeir
skyldu staldra við til að líta á svo fánýta hluti. Þessir
menn vita ekki, hvað fallegt er, hugsaði hann.
Og þegar hann hugsaði þetta, bar ekki, grænu engin og
hæðimar með olíuviðunum kringum Betlehem lengur fyr-
ir augu hans, heldur barst hann í draumi langt á burt í
brennheita eyðimörk í hinni sólbjörtu Líbyu. Hann sá
sveit hermanna halda í langri, beinni fylkingu yfir gul-
an, veglausan sandinn. Hvergi yar vernd fyrir sólargeisl-
um, hvergi svalandi lind, hvergi sáust takmörk auðnar-
innar né áfangastaður. Hann sá hermennina reika áfram
riðandi á fótum, örmagna af hungri og þorsta. Hann sá
þá falla, hvorn eftir annan, lostna til jarðar af steikjandi
sólarhita. En þrátt fyrir þetta allt hélt hópurinn þó ótrauð-
ur áfram, án þess að láta sér detta í hug að svíkja hers-
höfðingjann og snúa við.
Sjáið, þetta er fallegt, hugsaði hermaðurinn. Sjáið, þetta
er vert fyrir hraustan mann að horfa á!
Þar sem hermaðurinn stóð á verði dag eftir dag á sama
stað, hafði hann hið ákjósanlegasta tækifæri til að athuga
hin fallegu börn, er léku sér í kringum hann. En það var
eins um börnin og blómin. Hann gat ekki skilið, að það
væri ómaksins vert að líta á þau. Hvað er þetta til að hafa
gaman af? hugsaði hann, þegar hann sá fólk brosa að
leikum barnanna. Það er óskiljanlegt, að nokkur skuli
geta haft gaman af engu.
Einn góðan veðurdag, þegar hermaðurinn stóð að vanda
á verði sínum utan við hliðið, kom hann auga á lítinn
dreng, sem var á að gizka þriggja ára gamall og kom út
á engið til að leika sér. Það yar fátækt barn, hann var
klæddur í lítinn sauðskinnskufl og var einn að leikum
sínum. Hermaðurinn stóð og virti þetta nýkomna barn
fyrir sér, næstum án þess, að hann tæki eftir því sjálfur.