Unga Ísland - 01.12.1949, Side 26
24
í annað skipti voru það hvorki býflugur né liljur, sem
drengurinn reyndi að hjálpa, en hann fann ávallt upp á
einhverju, sem var enn fánýtara og vanþakklátara 1 aug-
um hermannsins.
Það var einn ofsaheitan dag, að sólargeislarnir féllu. á
hjálm og herklæði hermannsins og hitaði þau, svo að
honum fannst sem hann væri í eldklæðum. Þeim, sem
fram hjá gengu, virtist sem hann þjáðist ákaflega af hit-
anum. Augu hans voru blóðhlaupin og stóðu út úr höfð-
inu á honum og húðin á vörum hans skorpnaði, en her-
maðurinn, sem var hertur við hinn brennandi hita í eyði-
mörkum Afríku, fannst að ekki væri orð á þessu gerandi,
og honum datt ekki í hug að víkja af sínum vanalega stað.
Honum var þvert á móti nautn í því að sýna þeim, er um
veginn fóru, að hann væri svo sterkur og harðgerður, að
hann þyrfti ekki að leita skjóls fyrir sólinni.
Meðan hann stóð þarna og lét næstum steikja sig lif-
andi, kom litli drengurinn, sem vanur var að leika sér
á enginu, allt í einu til hans. Hann vissi vel, að hermað-
urinn taldist ekki til vina hans, og hann var vanur að gæta
þess, að koma ekki svo nálægt, að hann næði til hans með
spjóti sínu, en nú hljóp hann beint til hans, horfði lengi
og vandlega á hann og skundaði síðan sem hraðast eftir
veginum. Þegar hann kom aftur skömmu seinna, hélt hann
báðum höndum saman eins og skál, og kom á þann hátt
með nokkra dropa af vatni. — Hefur nú barnið tekið upp
á því að hlaupa og sækja vatn handa mér, hugsaði her-
maðurinn, það er sannarlega lítið vit 1 því. Ætti rómversk-
ur hermaður ekki að þola dálítinn yl? Hver hefur beðið
þennan strák að stökkva og hjálpa þeim, sem enga hjálp
þurfa? Ég hirði ekki um miskunnsemi hans. Ég vildi óska
að hann og allir hans líkar væru komnir norður og niður.
Drengurinn kom gangandi í hægðum sínum. Hann