Unga Ísland - 01.12.1949, Page 26

Unga Ísland - 01.12.1949, Page 26
24 í annað skipti voru það hvorki býflugur né liljur, sem drengurinn reyndi að hjálpa, en hann fann ávallt upp á einhverju, sem var enn fánýtara og vanþakklátara 1 aug- um hermannsins. Það var einn ofsaheitan dag, að sólargeislarnir féllu. á hjálm og herklæði hermannsins og hitaði þau, svo að honum fannst sem hann væri í eldklæðum. Þeim, sem fram hjá gengu, virtist sem hann þjáðist ákaflega af hit- anum. Augu hans voru blóðhlaupin og stóðu út úr höfð- inu á honum og húðin á vörum hans skorpnaði, en her- maðurinn, sem var hertur við hinn brennandi hita í eyði- mörkum Afríku, fannst að ekki væri orð á þessu gerandi, og honum datt ekki í hug að víkja af sínum vanalega stað. Honum var þvert á móti nautn í því að sýna þeim, er um veginn fóru, að hann væri svo sterkur og harðgerður, að hann þyrfti ekki að leita skjóls fyrir sólinni. Meðan hann stóð þarna og lét næstum steikja sig lif- andi, kom litli drengurinn, sem vanur var að leika sér á enginu, allt í einu til hans. Hann vissi vel, að hermað- urinn taldist ekki til vina hans, og hann var vanur að gæta þess, að koma ekki svo nálægt, að hann næði til hans með spjóti sínu, en nú hljóp hann beint til hans, horfði lengi og vandlega á hann og skundaði síðan sem hraðast eftir veginum. Þegar hann kom aftur skömmu seinna, hélt hann báðum höndum saman eins og skál, og kom á þann hátt með nokkra dropa af vatni. — Hefur nú barnið tekið upp á því að hlaupa og sækja vatn handa mér, hugsaði her- maðurinn, það er sannarlega lítið vit 1 því. Ætti rómversk- ur hermaður ekki að þola dálítinn yl? Hver hefur beðið þennan strák að stökkva og hjálpa þeim, sem enga hjálp þurfa? Ég hirði ekki um miskunnsemi hans. Ég vildi óska að hann og allir hans líkar væru komnir norður og niður. Drengurinn kom gangandi í hægðum sínum. Hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.