Unga Ísland - 01.12.1949, Page 31
29
glóaldin-tré, hlaðin þroskuðum ávöxtum. Gólfin voru stráð
rósablöðum, er reytt höfðu verið af stönglunum, og mynd-
uðu þétta og mjúka gólfábreiðu fram með grindunum og
loftbrúninni, með fram borðunum og hinum lágu legu-
bekkjum liðuðust hvarvetna blómfestar úr hvítum skín-
andi liljum.
í blómgarði þessum voru hér og þar stórar marmara-
þrær, þar sem gullnir og silfurlitir fiskar léku í krystal-
tæru vatni. í trjánum sátu marglitir fuglar frá fjarlægum
löndum, og í búri mátti sjá gamlan hrafn, sem blaðraði í
sífellu.
Þegar veizlan byrjaði, streymdu mæður og börn inn á
svalirnar. Börnin höfðu þegar við inngöngu sína í höllina
verið færð í hvít klæði með purpuraborðum og fengið rós-
arsveiga um dökku lokkana sína. Konurnar komu inn
fagurbúnar rauðum og bláum kyrtlum með hvítar slæð-
ur, er féllu niður frá hinu háa höfuðskauti þeirra, og voru
skreyttar gullpeningum og festum. Sumar þeirra báru
barn sitt uppi á öxl sér, aðrar leiddu syni sína við hlið
sér, og enn aðrar höfðu tekið börn sín, sem voru hrædd
og feimin, á handlegg sér.
Konurnar settust á gólfið í svölunum. Undir eins og
þær höfðu skipað sér niður, komu þrælar og settu lág borð
fram fyrir þær, og á þeim voru alls konar krásir og drykk-
ir, eins og við á í gestaboði konungs, og allar þessar ham-
ingjusömu mæður borðuðu og drukku án þess að missa
nokkuð af þeim þóttalega, yndislega tíguleik, sem er mesta
skart kvennanna í Betlehem.
Meðfram veggjum svalanna, bak við blómfestar og á-
vaxtatré, var skipað tvöfaldri röð hermanna í öllum týgj-
um. Þeir stóðu gersamlega hreyfingarlausir, eins og þeim
kæmi ekkert við, það sem fram fór í kringum þá. Konurn-
ar gátu þó ekki að sér gert að renna öðru hvoru undrun-
araugum til þessa skara járnklæddra manna. „Hvað hafa