Unga Ísland - 01.12.1949, Qupperneq 64
62
stílabók, sem ég geymdi undir legubekknum mínum, en
eldri bróðir minn gerðist svo djarfur að lesa þær upp fyr-
ir fólkið með hæðnislegum rómi. Ég man eins vel og ég
hefði skrifað í gær söguna, sem hófst á svofelldum orð-
um: „Hlass! Skipstjórinn skall. á hausinn á þilfarið.“ Og
ég er nú ekki frá því, að sú byrjun hafi verið betri en
bróðir minn vildi vera láta! Þegar ég var ellefu ára gam-
all, gaf ég út tímarit, og er ég var þrettán ára, fékk ég
að velja um krikketkylfu og hjólhest í verðlaun fyrir eink-
unn mína í skólanum, en bað föður minn um ritvél, sem
hann gaf mér, blessaður karlinn, þótt honum fyndist held-
ur fátt um þessa bón mína.
Eftir þetta héldu mér engin bönd. Ég seldi þrjár grein-
ar um ýmis konar tómstunda-áhugamál drengja í viku-
blað fyrir drengi, er ég var fjórtán ára. Sú fyrsta var um
blaðaskrif drengja, og af því sést, að ég hef verið frem-
ur heimskur fugl 1 þá daga. Upp frá þessu fékk ég ekki
grænan eyri fyrir ritstörf mín fyrr en ég var um tvítugt,
og var mér það mátulegt. Eigi að síður hélt ég áfram að
skrifa af miklu kappi — skrifaði gamanleikrit fyrir leik-
félagið í skólanum, fjölda smágreina í skólablaðið, en ég
var ritstjóri þess þrjú seinustu ár mín í skólanum, ókjör-
in öll af þunglyndislegum ljóðum, og var nógu grunnhygg-
inn til að birta þau í bók.
Er ég hlusta á frænku mína, sem er fimmtán ára göm-
ul, lesa upp kvæði sín í barnatíma útvarpsins, óska ég
þess, að um slíkt hefði verið að velja fyrir unga rithöf-
unda á mínum æskuárum. Þrátt fyrir pappírsskortinn, er
auðveldara að ryðja sér braut nú en þá. Fólk veitir nú
efnilegum börnum athygli strax meðan þau eru á skóla-
aldri, og sum hafa skrifað vinsælar bækur á þeim aldri.
Börn, sem dreymir um að verða rithöfundar, ættu að nota
sér þessi tækifæri nútímans. En þau mega ekki láta hug-
fallast, þótt treglega gangi í fyrstu. Sárafá ljóðskáld hafa