Unga Ísland - 01.12.1949, Page 66
64
.starfa, ekki sízt, ef svo færi, að þú skrifaðir ekki aðra
góða bók, Þess vegna skaltu búa þig undir að geta stund-
að aðra atvinnu, enda þótt þú sért fastráðinn í því, að
gera ritstörf að atvinnu þinni og sért þegar kominn á góð-
an rekspöl. Þú skalt ekki velja einhverja atvinnu af handa-
hófi, heldur þá, sem þér finnst næst bezt, starf, sem þú
gætir unað þér við árum saman, meðan þú ert að afla
þér reynslu og þjálfunar vegna ritstarfa þinna — og alla
tíð, ef svo illa tækist til, að fólki félli bækur þínar ekki
eins vel í geð og þér sjálfum. Ég kaus að verða kennari,
en þú gætir orðið bókavörður eða eitthvað annað. En auð-
vitað skaltu hafa það í huga, að velja þér starf, sem er
ekki tímafrekara en svo, að þú hafir nokkrar stundir af-
lögu til að verja til ritstarfa þinna.
Er hér er komið, muntu vafalaust naumast hafa gert
þér grein fyrir því, hvers konar ritstörf þér eru hugleikn-
ust. Þú yrkir ljóð, býst ég yið, skrifar smásögur og leik-
rit, byrjar á skáldsögum, en lýkur sennilega ekki við þær.
Ljóð þín eða sögur eru gegnsýrð af áhrifum frá öðrum
rithöfundum, og fullorðinn lesandi þekkir á þeim svip ein-
hverra hinna eldri skálda — eða ef til vill nútímaskálda.
Á þessum árum átt þú að sökkva þér niður í lestur góðra
bóka eftir gömul og ung skáld, en þó einkum hin gömlu,
og einnig að æfa þig að skrifa. Láttu ekki hugfallast, þó
að ritsmíðar þínar séu ekki frumlegar, þær verða það
seinna. Ekki skaltu heldur láta snilli stórskáldanna gömlu
draga úr þér kjarkinn. Það er óvíst, að þú getir nokkurn
tíma staðið þeim á sporði, en þay áttu aldrei kost á að
kynnast þinni öld, áratugunum um miðbik tuttugustu ald-
arinnar, og viðhorfum og vandamálum nútímans. Það verð-
'ur þitt hlutskipti að glíma við þau og túlka þau, og fram-
tíðina áttu fyrir þér.
Ég fálmaði mig áfram meðan þetta tímabil í rithöf-
undarferli mínum stóð yfir. Ég var eitt ár í Oxford, starf-