Unga Ísland - 01.12.1949, Qupperneq 71
69
tuttugu kafla. í síðasta kaflanum verður lokaatburðurinn
og sá, sem mikilvægastur er. í 19. kafla eru þeir atburðir,
sem leiða lokaatburðinn af sér, og þannig held ég áfram
með að rekja atburðarás sögunnar aftur á bak, unz ég
kem að fyrsta kafla. Ef rithöfundur skipuleggur sögu sína
á þennan hátt, þarf hann aldrei að komast í strand, hann
þarf aldrei að spyrja sjálfan sig, hvað komi næst, vegna
þess að hann hefur afleiðingar hvers atburðar fyrir fram-
an sig, áður en hann þarf að fara að hugsa um atburðinn
sjálfan. Flíkinni er víst alltaf snúið við, þegar stoppa á
vandlegast í slitgatið, og sama máli gegnir um góða sögu:
Þegar fólk les hana áfram, koma samskeytin ekki í ljós.
Ekki svo að skilja að þú eigir að skrifa söguna aftur á
bak, en þú átt að skipuleggja hana þannig og byrja svo á
upphafinu. Síðan heldur þú sleitulaust áfram og þarft ekki
að óttast, að þú verðir áttavilltur eða strandir, því að á
hverjum morgni, hvort sem þú ert vel eða illa uplagður
til að skrifa, hefurðu söguþráðinn rakinn fyrir framan þig.
Þú getur skrifað einhvern hluta sögunnar fyrir fram og
fellt hann svo síðar inn í, ef andinn kemur yfir þig. Það
skiptir litlu máli. En búðu þér til greinilega áætlun þeg-
ar 1 upphafi, og þá lærir þú að skrifa með æfingunni. Það
getur orðið ákaflega auðvelt eða þá torsótt og þreytandi,
en aðalatriðið er, að æfingin skapar meistarann.
Enginn getur kennt þér að skrifa. Það er hægt að kenna
þér að nota ritvél, prófa hljómfegurð máls þíns með því
að lesa ritsmíðar þínar upphátt, komast hjá ýmis konar
lýtum í rithætti og efnismeðferð jafn auðveldlega og beyg-
ingarvillum, nota góða setningaskipun og ná jafnvægi
milli þriggja aðalþátta sögunnar: frásagnar, lýsinga og
samtala. En það er ekki hægt að kenna þér að skrifa sögu.
Þar með er þó ekki sagt, að þú getir ekki lært það af
sjálfsdáðum með því að hugsa, kynnast mannlífinu, lesa
ritverk snillinga og umfram allt æfa þig samvizkusamlega.