Unga Ísland - 01.12.1949, Page 77

Unga Ísland - 01.12.1949, Page 77
75 sundið og renndi sér vestur ána. Haus og fax og herða- toppur lék yfir vatnsmálinu, rétt að vatnaði yfir bakið; hún teygði hátt höfuðið, beit saman tönnunum, nasirnar þöndust út og rymstrokan, — eins og andardrátturinn krafðist, — tók snögg og hörð yfir straumniðinn. Sundið sóttist vel og það var fagurt þetta hrosshöfuð, með hvass- an svip og frán augu, sem leið vestur ána. Sandkvikan var minni að vestan, þó urðu þar hörð á- tök og kvíðvænleg raun, áður en á land var stigið. Stjarna hljóp til suðvesturs, nokkurn spöl, velti sér lengi 1 sand- inum, stóð á fætur og hristi sig, svo tók hún á rás aftur. Skömmu síðar rakst hún á hraunið. Hvasst, óheilt og úfið brunahraun. Hún leitaðist fyrir, hvar færilegt væri. Þarna var lægst og mjóst; vestan við blikaði á lækina og þar blasti við grænt haglendið. Hún lagði á hraunið, stiklaði léttfætt, athugul og þefandi yfir urðina, sem molnaði svo tortryggilega oft undan fótunum. Hún skalf af ótta, og hjartað barðist hart og títt. Verstur var síðasti spölurinn, grjótið stórgerðast, lausast og holóttast, en örstutt eftir, svo melar og síðan ilmandi gras. Hryssan skaut sér í hnipur og réðst á urðina, — nú hall- aði undan; hún tók viðbragð um leið og molnaði undan hægra framfæti; eitt snöggt áhlaup og hún væri sloppin. Þá brast snösin undan vinstra afturfæti og hann sat fastur í klungurgjótunni. Þarna slengdist hún flöt og barðist um í urðinni. Villtar hamfarir dauðhræddrar, viðkvæmrar skepnu, blóðið rann úr báðum vöngum, sárin bárust fleiri og stærri á hana. Það var lægra undir framhlutanum en þeim eftri, — allur þunginn lagðist á fótinn fasta. Áhlaup og umbrot og örstuttar hvíldir á milli. Dauðans angist og kvalasvitinn draup af henni 1 steikjandi sólarhitanum; augun hvolfdust 1 höfðinu, hvásið og sargið í urðinni rauf auðnar-kyrrðina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.