Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 38
Er breytinga þörf?
Ráðstefna um reglur og verklag á íslenskum byggingarmarkaði var haldin á vegum VFÍ
og TFI 20. apríl 2005 á Grand Hótel Reykjavík. A ráðstefnunni voru flutt fjölmörg
athyglisverð erindi. Ráðstefnan var vel sótt af fagfólki, var framhald af fyrri fundum um
svipað efni og var, auk almennra skoðanaskipta fagfólksins, hugsuð sem innlegg í vinnu
við gerð nýrra byggingarlaga.
Krókur eða kelda - málþing um framtíð Vatnsmýrarinnar 15. október 2005.
(Ljósm. Sigrún S. Hafstein)
Krókur eða kelda
Ráðstefna um framtíð Vatns-
mýrarinnar var haldin 15.
október 2005 á vegum VFÍ,
TFÍ, AÍ, FÍLA og SFFÍ. Mark-
miðið með málþinginu var að
koma umræðunni um framtíð
Vatnsmýrarinnar af hinu póli-
tíska plani yfir á hið fræðilega.
Meðal annars voru fengnir til
landsins þrír erlendir sérfræð-
ingar auk fjölmargra íslenskra
fræðimanna. Umfjöllun um
ráðstefnuna er að finna í 8. tbl.
11. árg. Verktækni. Auk þess er
hægt að kaupa fyrirlestrana á
geisladiski á skrifstofu VFÍ/TFÍ.
Ferð að Kárahnjúkavirkjun, á Reyðarfjörð og til Neskaupstaðar
Ferð að Kárahnjúkum og heimsókn til
Fjarðaráls og Neskaupstaðar 24.september
2005. Guðmundur Pétursson, verkefnisstjóri
Kárahnjúkavirkjunar,tók á móti gestum.
(Ljósm. Logi Kristjánsson)
Eins og undanfarin tvö ár var haldinn fjölmennur
samlokufundur í september 2005 um Kárahnjúka-
virkjun þar sem Guðmundur Pétursson verkefnis-
stjóri Landsvirkjunar kynnti stöðu mála við bygg-
ingu virkjunarinnar. I kjölfarið var farið í vettvangs-
ferð að Kárahnjúkavirkjun bæði flugleiðis, með rútu
frá Akureyri og með jeppaleiðangri yfir hálendið.
Að vísu reyndist ferðin yfir hálendi Islands erfið og
lentu leiðangursmenn í nokkrum hrakningum og
aðeins örfáir fóru alla leið austur. Guðmundur
annaðist sjálfur skipulagningu og undirbúning ferð-
arinnar á virkjunarsvæðinu, en þátttaka var ágæt og
voru liðlega 60 manns á staðnum en munaði þó
óneitanlega um þrjá tugi jeppamanna. Daginn eftir
var síðan haldið til Reyðarfjarðar og framkvæmdir
við álverið skoðaðar í boði Fjarðaáls, undir leiðsögn
þeirra Sveins Jónssonar verkfræðings og Tómasar
Más Sigurðssonar, forstjóra. Einnig var farið til
Neskaupstaðar þar sem Guðmundur Bjarnason,
bæjarstjóri, Smári Geirsson forseti bæjarstjórnar og
Guðmundur Sigfússon bæjartæknifræðingur kynntu
bæjarfélagið og voru m.a. hin miklu snjóflóðamann-
virki barin augum.
3 6 | Arbók V F I / T F f 2006