Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 147
Frá doktorsvörn Sonju Richter,f.v.Sigurður Brynjólfsson, Fjóla Jónsdóttir, G.Tim Burstein,dr.Sonja Richter, Kristín
Ingólfsdóttir rektor, Ragnheiður Þórarinsdóttir og DominiqueThierry.
Starfsemi verkfræðideildar
Um þessar mundir stunda um 1000 nemendur nám við deildina, þar af eru á annað
hundrað í meistaranámi og átta eru í doktorsnámi. Af skráðum doktorsnemum mun einn
útskrifast með sameiginlegt doktorspróf frá Háskóla íslands og INPG í Grenoble í
Frakklandi.
Sonja Richter varði doktorsverkefni sitt „Símæling á tæringarhraða í hitaveitukerfum" í
júní síðastliðnum. Andmælendur voru G. Tim Burstein, prófessor við Cambridgeháskóla
og Dominique Thierry, framkvæmdarstjóri við Frönsku tæringarstofnunina. Leiðbein-
endur voru Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, Orkustofnun, og Fjóla Jónsdóttir, dósent við
verkfræðideild. Sonja er þriðji doktorinn sem ver verkefni sitt við verkfræðideild.
Þó að framhaldsnám verði forgangsmál næstu árin er einnig stefnt að því að fjölga
nemendum sem ljúka BS-námi frá verkfræðideild. Liður í því er aukin þjónusta við
nýnema en brottfall þeirra hefur verið mikið undanfarin ár. Með aukinni aðstoð við ný-
nema á fyrstu misserum má auðvelda þeim aðlögun að námi í verkfræðideild Háskóla
íslands. Stærstu stærðfræðinámskeiðin eru kennd bæði vor og haust, sem hefur mælst vel
fyrir og auðveldar nýstúdentum að hefja nám um áramót og kemur einnig þeim í góðar
þarfir sem ekki ná lágmarkseinkunn að geta tekið námskeiðið strax aftur. Eldri nemendur
hafa líka verið til taks og aðstoðað nýnema við verkefnavinnu.
Tveir hópar hófu meistaranám í verkefnastjórnun í haust, MPM (Master of Project
Management), sem er tveggja ára nám með starfi og hið fyrsta sinnar tegundar hér á
landi. Annar hópurinn er að hefja sitt 3. misseri og hinn hópurinn 1. misserið.
Nemendahópurinn telur nú um 70 manns, sem veita nýjum straumum og aukinni skil-
virkni inn í atvinnulífið sem án efa á eftir að gagnast íslensku jafnt og erlendu atvinnulífi
í framtíðinni. Náminu lýkur með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá verkfræðideild og
að auki hljóta þátttakendur alþjóðlega vottun á þekkingu sinni, færni og reynslu sem
verkefnisstjórar. Það er Verkefnastjórnunarfélag íslands sem vottar verkefnisstjóra í
umboði og samkvæmt reglum og viðmiðum Alþjóðasamtaka verkefnastjómunarfélaga,
IPMA.