Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Blaðsíða 42
ast og vinna að viðkomandi málaflokki. Þessir málaflokkar eru í fyrsta lagi endur- og
símenntunarmál (CPD). I öðru lagi eru það menntamál, úttekt á námsbrautum og eftirlit
með veitingu Eur.Ing.-titilsins (European Monitoring Committee, EMC). I þriðja lagi eru
Evrópumálin, áhrif tæknimanna í Evrópu og samskipti við ESB. Islandsnefnd FEANI
hefur ekki tekið virkan þátt í fundum um þessa málaflokka hingað til, nema þeim fund-
um sem haldnir eru í tengslum við ársfundinn.
Ársfundur FEANI
Ársfundur FEANI 2005 var haldinn í Aþenu í Grikklandi dagana 27.-30. september 2005.
Þátttakendur frá öllum aðildarþjóðunum 26 nema Eistlandi og Lúxemborg sóttu
fundinn, auk starfsfólks skrifstofunnar í Brussel. Aðalfundurinn sjálfur var haldinn 30.
september, en hina dagana voru fundir á vegum CPD og EMC. Á vegum CPD var enn-
fremur haldin ráðstefna í hálfan dag um málefni sem tengist endurmenntunarmálum:
„Innovation as the driving force for the development in Europe". Einnig var kynningar-
og umræðufundur („workshop") í hálfan dag um réttindi verkfræðinga og tæknifræð-
inga sem starfa í öðrum löndum Evrópu en sínu heimalandi: „Evolution of the Mobility
Document for Engineers". Nánar tiltekið er um að ræða þróunarferli á nýrri tilskipun
Evrópusambandsins,: „Directive 2005/36/EC On the Recognition of Professional
Qualifications". Á undanförnum árum hefur á vettvangi FEANI verið rætt um frumvarp
að þessari nýju tilskipun ESB um gagnkvæma viðurkenningu starfsheita innan EES, m.a.
starfsheiti verkfræðinga og tæknifræðinga. Miklar umræður hafa verið um aðild FEANI
að frumvarpinu og hafa því fylgt heitar umræður því skoðanir eru mjög skiptar um þessa
nýju tilskipun og hvernig FEANI eigi að bregðast við henni.
Greinargerð um helstu málefni aðalfundar
Forseti flutti skýrslu stjórnar, þar sem m.a. kom fram að fjárhagur FEANI er áfram í góðu
lagi. Reikningar voru samþykktir ásamt fjárhagsáætlun. Samþykkt var 2% hækkun
félagsgjalda. Nokkur umræða var um félagsgjöld „smáþjóða", sem fá sérstakan afslátt af
fullu árgjaldi, sem nú verður 4120 €. Þessar þjóðir eru Kýpur, Eistland, ísland,
Lúxemborg og Malta, þar sem skráðir verkfræðingar og tæknifræðingar eru alls staðar
færri en 3000. Lögð var fram sérstök formúla til að reikna út árgjald þessara landa miðað
við fullt árgjald. Formúlan var samþykkt með 15 atkvæðum, 3 voru á móti og aðrir sátu
hjá. Fellt var að hafa auk þess lágmark á árgjaldi, en þrjár tillögur komu fram um þetta
lágmark (500 €, 1000 €, og helmingur af fullu árgjaldi, eða 2060 €). Formúlan er þessi:
[Fjöldi skráðra verk- og tæknifræðinga/ 3000] x [PPS í landinu/hæsta PPS.innan FEANI].
Störf eftirlitsnefndar FEANI
Evrópusamtök tæknifræðinga og verkfræðinga, FEANI, hafa skipað eftirlitsnefndir
(National Monitoring Committee) í hverju aðildarlandi samtakanna. Hlutverk þessara
nefnda er að fylgjast með háskólanámi til að tryggja að skólarnir uppfylli kröfur þær sem
samtökin gera til tækniskóla sem þau viðurkenna og að fara yfir umsóknir um skráningu
manna hjá FEANI á grundvelli menntunar og um EUR ING-titilinn. í nefndinni eiga sæti
tveir fulltrúar frá TFÍ og tveir frá VFÍ. Eftirtaldir eiga nú sæti í nefndinni: Frá VFÍ Jón
Vilhjálmsson formaður og Ríkharður Kristjánsson. Frá TFÍ Daði Ágústsson og Gunnar
Sæmundsson. Einn fundur var haldinn á árinu og var þar samþykkt ein umsókn um EUR
ING-titilinn.
4 0 | Á r b ó k VFl/TFÍ 2 0 0 6