Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Blaðsíða 238
Sértækar spurningar voru settar fram til að safna upplýsingum um bakgrunn þátttakenda.
Þeir voru spurðir beint varðandi reynslu sína og menntun, hvort þeir væru vottaðir
verkefnisstjórar, um tegund verkefnisins, umfang þess í mannmánuðum og tíma sem
liðinn var frá verkefnislokum. Tilgangurinn með þessum spurningum var að afla
almennra upplýsinga um reynslu, menntun og bakgrunn íslenskra verkefnastjóra og
kanna hvort finna mætti fylgni milli slíkra þátta og árangurs í verkefnum.
Spurningar um áætlanagerð voru settar fram til að greina hve mikið væri lagt í upphaflega
skilgreiningu verkefna. Þátttakendur svöruðu spurningum um það hvort og þá hvernig
kröfur varðandi virkni lausnarinnar hefðu verið skilgreindar. Einnig svöruðu þeir
spurningum um það hvort og þá hvernig staðið hefði verið að því að skilgreina afurð
verkefnisins.
Spumingar um ferla og aðferðir lutu að því að hve miklu marki fyrirfram skilgreindum
aðferðum og ferlum hefði verið beitt í verkefninu, til dæmis ferlum og aðferðum verk-
efnastjórnunar.
Spurningar er vörðuðu áætlanagerð og notkun aðferða og ferla voru settar þannig fram
að þátttakendur svöruðu með því að velja tölu á bili 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 7 þar sem 1 þýddi
að tiltekin aðferð eða aðgerð hefði ekki verið framkvæmd en 7 þýddi að aðferðinni hefði
verið beitt eða aðgerðin hefði verið framkvæmd.
Síðasti hluti spuminganna varðaði árangur verkefnisins út frá mismunandi sjónarhomum,
skv. mati verkefnastjórans. Spumingar varðandi árangur voru á sama formi og áður var
lýst og þátttakendur svöruðu með því að gefa einkunnir á bilinu 1 upp í 7 þar sem 1
þýddi óviðunandi árangur, 4 þýddi viðunandi árangur og 7 þýddi árangur langt umfram
væntingar.
Allar spumingar má finna í viðauka.
Undirbúningur gagna
Til að einfalda greininguna og auðvelda leit að almennu samhengi í gögnunum voru
búnar til nokkrar breytur sem voru reiknaðar út frá hinum söfnuðu gögnum.
• Ein breyta sem lýsti áætlanagerðinni almennt var búin til með því að reikna meðaltal
allra breyta sem vörðuðu áætlanagerðina (Aætlun Meðaltal).
• Ein breyta sem lýsti notkun aðferða og ferla var búin til með því að reikna meðaltal
allra breyta er vörðuðu þessa þætti (Ferli Meðaltal).
• Ein breyta sem lýsti árangri verkefnisins almennt var búin til með því að taka meðal-
tal árangursbreytanna. Allar fengu þær því jafnt vægi (Árangur Meðaltal).
Eftir að svör við sértæku spurningunum höfðu verið skoðuð vom verkefnin flokkuð í
eftirtalda flokka; upplýsingatækniverkefni, vöruþróunarverkefni, skipulag- eða
viðburðaverkefni, framkvæmdaverkefni (verkleg framkvæmd) og loks rannsókna-
verkefni.
Sérstaklega var skoðað hvort þátttakendur hefðu alþjóðlega IPMA vottun sem verkefnis-
stjórar, nánar tiltekið: D vottun, „Certified Project Management Associate", C vottun,
„Certified Project Manager" eða B vottun, „Certified Senior Project Manager".
Loks vom þátttakendur flokkaðir niður eftir því hvort og þá hvaða menntun þeir höfðu.
Nánar tiltekið voru búnir til eftirtaldir flokkar: Tæknileg háskólamenntun, viðskiptaleg
háskólamenntun, önnur háskólamenntun og loks námskeið á sviði verkefnastjórnunar á
háskólastigi.