Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Blaðsíða 102
komið í 107,0 kr. lítrinn og um mitt ár í 104,10 kr. Hækkanir héldu áfram allt fram í sept-
ember og fór verðið hæst í 122,70 kr. á lítra í byrjun þess mánaðar. Þá tók það að lækka
aftur og fór smám saman lækkandi allt til áramóta þegar það var komið í 113,30 kr. á lítra
Verðhækkun frá 1. janúar 2005 til 1. janúar 2006 mældist því 8,3%.
Þungaskattur
A árinu 2005 voru innheimtar tekjur af þungaskatti alls 4.016 m.kr. Gamla þungaskatts-
kerfið var lagt niður þann 1. júlí 2005 þegar lögin um olíugjald tóku gildi. Eftir gildistöku
þeirra er fast gjald af þungaskatti ekki til lengur og kílómetragjald er aðeins greitt af
bifreiðum sem eru yfir 10 tonn að leyfðum heildarþunga. I staðinn er greitt olíugjald af
hverjum keyptum lítra af díselolíu líkt og er með bensíngjaldið. Lækkun á kílómetra-
gjaldi bifreiða yfir 10 tonnum samkvæmt nýja kerfinu miðað við það gamla er mismikil.
Mest er lækkunin í léttustu flokkunum, u.þ.b. 97%, en minnst lækkun hjá þyngstu
bílunum, rúmlega 58%. Þannig er kílómetragjald fyrir bifreið á bilinu 10-11 tonn 0,29 kr.
en var 9,66 kr. Á sama hátt er gjaldið 9,89 kr. fyrir 26 tonna bíl en var 25,40 kr.
Fast árgjald þungaskatts var lagt á í síðasta skipti í ársbyrjun 2005 fyrir tímabilið 1. janúar
til 30. júní. Innheimtar tekjur á árinu af fastagjaldinu voru alls 1.498 m.kr.
Innheimtar tekjur af kílómetragjaldi námu alls 2.518 m.kr. á árinu 2005. Það eru aðallega
tekjur samkvæmt gamla kerfinu og svo tekjur af bifreiðum yfir 10 tonnum sem skiptu um
eigendur á síðari hluta ársins, þ.e. þar sem lesið var af kílómetramæli við eigendaskipti.
Samkvæmt nýja kerfinu fer álestur vegna kílómetragjalds fram tvisvar á ári og fyrsta
álagningin var í desember 2005. Tekjur samkvæmt þeirri álagningu voru hins vegar ekki
á gjalddaga á árinu og eru þær því ekki inni í innheimtu ársins.
Verðlagsforsendur og afkoma 2004 og yfirlit yfir fjármagn til vegamála
Við gerð vegaáætlunar fyrir árið 2005-2008 var meðalvísitala vegagerðar fyrir árið 2005
áætluð 7.650 stig. í reynd varð hún 7.745 stig eða um 1,2% hærri en áætlað hafði verið.
Innheimta markaðra tekna án leyfisgjalda árið 2005 var 12.075 m.kr. eða 1.238 m.kr. eða
hærri upphæð en áætlað hafði verið við gerð vegaáætlunar en 1.011 m.kr. hærri en fjár-
lög ársins 2005 gerðu ráð fyrir. Tekjur af leyfisgjöldum flutninga og leigubifreiða voru á
áætlun, eða 6,96 m.kr. í raun á móti 10 m.kr. áætlun. Inneign í vegasjóði hækkar um 1.208
m.kr.
Árið 2005 rann í ríkissjóð 57,1 m.kr. umsýslugjald af
mörkuðum tekjum. Ríkissjóður lagði til 1.263 m.kr. ríkisfram-
lag og 1.500 m.kr. framlag til jarðganga. Endurgreiðslur og
afborganir lána voru samtals 380 m.kr. á árinu og engin lán
voru tekin á árinu.
Lausafjárstaða Vegagerðarinnar í árslok 2005 var góð og engin
vinnulán voru tekin á árinu.
f Framlag til vegamála 2004
Rekstur og þjónusta 4.201 m.kr.
Viðhald þjóðvega 2.625 m. kr.
Stofnkostnaður, grunnnet 4.911 m. kr.
Stofnkostnaður,utan grunnnets 1.706 m.kr.
Samtals 13.443 m.kr.
J
i o o
Arbók VFl/TFl 2006