Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Blaðsíða 240
Þáttur C: Fylgni nokkurra breyta skoðuð, þ.e. sömu breytur og skoðaðar voru í þætti A
auk breyta sem vörðuðu alþjóðlega vottun verkefnastjóra (3 breytur), menntun
þátttakenda (4 breytur) og reynslu í verkefnastjórnun.
Þáttur D: Samhengi milli háðu breytunnar Árangur Meðaltal og allra breyta um áætl-
anagerð (13 breytur) og breyta um notkun ferla og aðferða (13 breytur) ásamt
reynslu í áætlanagerð er skoðað. Fylgnifylki var búið til og línulegt aðhvarfs-
greiningarlíkan sett upp. Notast var við þrepaða (e. stepwise) aðhvarfsgrein-
ingu og endanlegt líkan innihélt því einvörðungu þær spábreytur sem bættu
líkanið.
Yfirlit yfir þau aðhvarfsgreiningarlíkön sem sett voru upp er sem hér segir. Upptalningin
sýnir P-gildi líkansins, fylgnina milli spábreytanna annars vegar og háðu breytunnar hins
vegar (R) og loks leiðrétta útskýringastuðulinn (R2).
Líkan Al: 2 spábreytur. p-gildi < 0,001, R = 0,478, leiðrétt R2 = 0,203
Líkan A2: 1 spábreyta. p-gildi < 0,001, R = 0,362, leiðrétt R2 = 0,116
Líkan A3: 1 spábreyta. p-gildi < 0,001, R = 0,472, leiðrétt R2 = 0,209
Líkan D: 2 spábreytur. p-gildi <0,001, R = 0,594, leiðrétt R2 = 0,330
Niðurstöður fyrir þátt A eru teknar saman í töflum 1 og 2.
Tafla I.Niðurstöður fyrir Líkan A1. Efri hluti:Tafian sýnir meðaltöi og staðaifrávik (a) breytanna og Isiðustu dálkunum eru fyigni-
stuðlar milli breyta. Neðri hluti: Niðurstöður aðhvarfsgreiningar. B er ókvarðaður aöhvarfsgreiningarstuðull, Beta er kvarðaður
aðhvarfsgreiningarstuðull. t og p-gildi sýna t próffyrir sérhverja spábreytu.
Breytur Meðaltal CT 1 2 3
1 Árangur Meðaltal 5,23 0,86 1,00 0,36 ** 0,47*
2 Áætlun Meðaltal 4,61 1,15 1,00 0,69 *
3 Ferli Meðaltal 4,63 1,07 1,00
Breytur B Beta t p-gildi
(Fasti) 3,38
Áætlun Meðaltal 0,05 0,07 0,43 0,67 *
Ferli Meðaltal 0,35 0,43 2,75 0,01 #*
Meðaltal Árangur Meðaltal er 5,23. Meðaltal fyrir Áætlun Meðaltal er 4,61 og 4,63 fyrir
Ferli Meðaltal. Allar breyturnar taka gildi á kvarða 1 til 7. Marktæk fylgni finnst milli
árangurs og beggja spábreytanna, Áætlun Meðaltal og Ferli Meðaltal. Einnig kemur fram
marktæk fylgni milli spábreytanna. Sú staðreynd, ásamt þeirri staðreynd að í aðhvarfs-
greiningarlíkaninu er stuðullinn fyrir Ferli Meðaltal marktækur en ekki stuðullinn fyrir
Aætlun Meðaltal - leiddi tiþþess að búin voru til tvö líkön til viðbótar - með einni spá-
breytu í hvoru líkani en Árangur Meðaltal sem háðu breytuna í báðum tilfellum.
Niðurstöður aðhvarfsgreiningarinnar eru sýndar í Töflu 2.
Tafla 2. Niðurstöður fyrir Llkön A2 (efri hluti) og A3 (neðri hluti). B er ókvarðaður aðhvarfsgreiningarstuðull, Beta er kvarðaður
aðhvarfsgreiningarstuðuii. t og P-gildi sýna t próffyrir spábreyturnar.
Breytur B Beta t P-gildi
(Fasti) 3,98 9,08 0,00
Áætlun Meðaltal 0,27 0,36 2,93 0,00
Breytur B Beta t P-gildi
(Fasti) 3,48 7,81 0,00
Ferli Meðaltal 0,38 0,47 4,04 0,00
Spábreyturnar Áætlun Meðaltal og Ferli Meðaltal eru báðar marktækar þegar þær eru
notaðar sín í hvoru lagi til að búa til línuleg aðhvarfsgreiningarlíkön þar sem háða
breytan er Árangur Meðaltal.
Meðaltöl og staðalfrávik breytanna í þætti B, ásamt útreiknaðri fylgni milli þeirra, er sýnd
í mynd 5.
2 3 8 i Arbók VFl/TFl 2006