Verktækni - 16.02.1988, Side 9
ETTIR
NÝJUNGAR I NÝTINGU
JARDHITA
Dagana 16.-18. nóvember sl. var
haldin námstefna á vegum Endur-
menntunarnefndar Háskóla (slands
um nýjungar í nýtingu jarðhita. Helsta
markmið námstefnunnar var að miðla
þekkingu á nýtingu jarðhita og kynna
möguleika á betri notkun hans. (
námstefnunni tóku þátt um 30 manns
og voru flutt 11 erindi og fram fóru
umræður um þau. Einnig voru heim-
sótt nokkur fyrirtæki sem nota jarð-
hita. Það helsta sem kom fram á
námstefnunni var eftirfarandi:
Hitaveitur
Dæmi eru um að nýting hjá hita-
veitum hafi batnað þegar skipt er frá
hemlum yfir í mæla. Þetta sýnir sig
bæði í afli og orku. Hér á landi hafa
menn einblínt á eina leið til upphit-
unar á húsum þ.e. með ofnum. Ekki
hefur ætíð verið tekið nægilegt tillit til
eðli jarðhitans við hönnun hitakerfa í
húsum. Ofnar eru almennt slæmir
varmaskiptar, en geislahitun og loft-
hitun húsa nýta jarðvarmann mun
betur en ofnahitun. Eitt sem hefur
valdið sumum hitaveitum vandræð-
um er að jarðhitageymurinn er ekki
ótæmandi orkulind. Hér þurfa hita-
veitur að bregðast rétt við í vali á
öðrum orkugjöfum þegar þær þurfa
að meta hagkvæmni milli grunnafls
og toppafls í mati á jaðarkostnaði. Eitt
af þýðingarmestu atriðum hjá hita-
veitum er að láta fylgjast vel með
forðafræði jarðhitans og hvernig jarð-
hitageymar bregðast við sífellt auk-
inni notkun. Hér er öflug rannsókn-
arstarfsemi mikilvæg. Einnig var sýnt
fram á að meö því að stýra betur
framrásarhita hjá hitaveitum eftir álagi
mætti bæta nýtinguna og minna
orkutap í lögnum. Komið hafa fram
hugmyndir um að sumar hitaveitur
gætu aukið tekjur sínar með því að
bjóða til sölu heitt vatn utan aðalhús-
hitunartíma, t.d. til fiskeldisstöðva.
Nýjungar í nýtingu
JARÐHITA
NÁMSTEFNA
16. — 18. nóv. 1987 i Borgartúni 6
Umsjónarmenn:
Jón-Steinar Guðmundsson verkfræöingur og
Valdimar K. Jónsson prófessor
D A G S K R Á :
Markmiö námstefnunnar: Er aö miðla þekkingu á nýtingu jarðhita og kynna möguleikka á botri notkun hans, þeim nýjungum sem þar hafa hafa komiö fram á síöustu árum, hvernig hægt er að standa aö nýjum nýtingarfram- kvæmdum og endurbæta þær sem fyrir eru. Lögð veröur sérstök áhersla á að þátttakendur taki virkan þátt i umræöum og samantekt á niöurstöðum. Þátttakendur: Námstefnan er ætluð verkfræöingum og tæknifræö- ingum, en hún kemur einnig að gagni fyrir rekstrar- aöila hitaveitna og annarra jarövarmaorkuvera. Sér- stök áhersla er lögö á notkun jaröhita i fiskiönaöi og landbúnaöi siöasta daginn. Námsgögn munu liggja fyrir viö upphaf námstefnunnar. Mögulegt er aö sækja hluta ráðstefnunnar. ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 9.00-10.00 Fjölþætt nýting jaröhita Valdimar K. Jónsson 10.00-10.15 Kaffihló 10.15-11.00 Fjölþætt nýting jarðhita — V.K.J. 11.00-12.00 Vinnslu- og foröafræði Jón-Sleinar Guðmundsson verkfr. 12.00-13.00 Matarhlé 13.00-14.00 Rekstur varmaorkuvera Alberl Albertsson verkfræðingur Hitaveitu Suöurnesja 14.00-15.00 Leiöir til aukinnar hagkvæmni hita- veitna Wilhelm Steindórsson verkfr. 15.00-15.30 Kaffihló 15.30-17.00 Umræöur um efni dagsins og sam- antekt — J.S.G. og IV.S. 17.00-19.00 „Orkuveisla"
MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER: 9.00-10.30 Nýting jarðhitans, á islandi og erlendis Valdimar K. Jónsson prófessor 10.30- 10.50 Kaffihlé 10.50-12.00 Vinnsla efna úr jarögufu; salt , kisill, gas o. II. Magnús Magnússon verkfræóingur, Sjóefnavinnslunni hf. 12.00-13.00 Matarhlé 13.00-14.15 Guíuveitur Sverrir Þórhallsson verkfræöingur, Orkustofnun 14.15-15.30 Áætlanir um nýtingu jaröhitans Oddur B. Björnsson verkfræöingur, Fjarhitun hf. 15.30- 16.00 Kaffihló 16.00-17.00 Umræöur um efni dagsins og sam- antekt — O.B.B. og V.K.J.
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 9.00-10.30 Þurrkun og notkun jar ö hita i fisk- iönaöi Sigurjón Arason verkfræöingur, Rannsóknarstofnun fiskiðnaöarins 10.30-10.45 Kaffihló 10.45-12.00 Garöyrkja og notkun jaröhita I land- búnaöi Jón-Steinar Guömunpsson verkfr. 12.00-13.00 Matarhlé 13.00-18.00 Heimsókn i Sjóefnavinnsluna og Svartsengi
Önnur nýting
Framleiðsla á kolsýru og þurrís úr
jarðhita var tekin upp hjá Sjóefna-
vinnslunni á sl. ári. Hér koma fram
ótal möguleikar til notkunar svo sem
í gosdrykkjaframleiðslu, kolsýru-
notkun I gróðurhúsum, kælingu i
gámum, til slátrunar i sláturhúsum og
á eldisfiski o.fl. Einnig er til athugunar
önnur efnavinnsla úr jarðsjó. Hægt er
að flytja jarðgufu á hagkvæman hátt
lengra en áður var haldið. Æskilegt
væri aö koma upp gufuveitum til af-
hendingar á gufu á ákveðnum stöð-
um t.d. nærri Reykjavík og við
Grindavík. Þetta gæfi smáfyrirtækjum
möguleika á að nota ódýra gufu.
Fiskimjölsverksmiðjur nota um 60-70
þús. tonn af svartoliu til þurrkunar.
Með þvi að fækka verksmiðjum og
byggja tvær stórar á Húsavík og
Grindavík, sem notuðu jarðhitagufu til
þurrkunar, gæti reksturinn orðið hag-
kvæmari og gjaldeyrissparandi.
Þurrkun á grænmeti og fiski með
jarðhita er hægt að stórauka, bæði á
skreið, saltfiski og harðfiski. Þurrkun
annarra fiskafurða er enn óplægður
akur. Rétt væri að taka upp að nýju
athugun á ylræktarveri, sérstaklega
vegna nýrrar þróunar ( lýsingu á
plöntum og annarrar tæknilegrar
þekkingar sem er betur þekkt nú.
Mikill vöxtur hefur verið I jarðvegs-
hitun grænmetisgarða á síðustu ár-
um, sem eykur afköst garðyrkju-
bænda verulega. Til þess að gera
orku frá háhitasvæðum sem ódýr-
asta, er nauðsynlegt að hafa fjöl-
þætta nýtingu á henni eða gjörnýt-
ingu. T. d. væri hægt að nota jarðhit-
ann til raforkuframleiðslu, þurrkunar,
hitunar, fiskiræktar eða jarövegshit-
unar og að lokum til heilsuræktar, allt
samtímis þannig að orkan gjörnýtist.
Svo að þetta gæti tekist þyrfti rekstur
orkuveitunnar að vera í höndum sér-
fræðinga á því sviði, en viðskiptavin-
irnir (fyrirtækin) þyrftu ekki að hafa
áhyggjur af orkuöflun og gætu sinnt
sínu sérsviði betur. Huga verður að
verðlagninu orkunnar á hverju
vinnslustigi, sem væri háð hita og
ástandi viö afhendingu. Einnig kæmi
forðafræðin inn I heildarverðlagningu
jarðhitans. Mikil þörf er fyrir þjálfun
starfsfólks jarðhitafyrirtækja og auk-
inni miðlun á reynslu milli þeirra. □
Frekari upplýsingar veita umsjónar-
menn námskeiðsins: Dr. Jón-Steinar
Guðmundsson, Orkustofnun, 83600
/82857. Dr. Valdimar K. Jónsson,
Háskóla íslands, 694300/694653.
Jón-Steinar Guömundsson
HIOKI MÆLIPENNINN
LETTUR OG NETTUR.
Vegur aðeins 60 gr.
Mælisvið:
0-500V DC/AC
oo-Viðnám
Díóðuprófun
Geymir aflestur
Elgum flestar gerðlr mœla s. s.
Einangrunarmæla
A-V-Ohm-mla
A-tangir
Hitastigsmæla
Fasfylgdarsjár
Lf
Kynntu þér
HIOKI
Símar: 685854, 685855
VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988
9