Verktækni - 16.02.1988, Síða 21

Verktækni - 16.02.1988, Síða 21
ALIT KYNNING Þórir Ingason, verkfræðingur: Pétur K. Maack, prófessor: A ftanákeyrslur og auka bremsuljós ÚTTEKTÁ VERKFRÆÐb DEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS Þeir sem aka um götur Reykjavíkur að einhverju marki, verða þess óhjá- kvæmilega varir, að attanákeyrslur eru ansi algeng óhöpp í umferðinni. Líklega má skýra þetta með ýms- um hætti. M.a. má benda á að um- ferðin er orðin svo mikil á asatímum, að gatnakerfið ræður tæpast við hana. Umferðarhraðinn minnkar mjög. Á ýmsum stöðum verður hann mun minni en menn búast við. Við getum tekið Miklubraut sem dæmi. Þar gera menn oftast ráð fyrir að geta ekið 60 km/klst. Hraðinn er aukinn upp í það, en allt í einu kemur í Ijós að umferðin fyrir framan er miklu hægari og þá getur verið of seint að hægja á. Fleiri atriði má týna til. Ég ætla þó að halda mig við eitt, en það eru bremsuljósin. Meginhlutverk þeirra er auðvitað að gefa þeim sem fyrir aftan er til kynna að stigið sé á bremsur og hraðinn minnkaður. Spurningin er þá hversu vel þjóna þau þessum tilgangi sínum. Ef til vill er hugsanlegt að stað- setning þeirra á bílunum sé ekki heppileg. Þau eru oftast við hliðina á afturljósunum og stundum jafnvel sambyggð með þeim, þannig að það kviknar á auka peru og Ijósstyrkur afturljósanna eykst. í flestum tilvikum eru bremsuljós í sama lit og afturljósin en þó yfirleitt skærari. Má vera að ekki sé alltaf greinilegt hvenær þau lýsa og hvenær ekki, .sérstaklega þegar aðalljós bílsins eru líka kveikt. Á mörgum nýrri bílum er líka hægt að kveikja auka afturljós, þokuljós. Þau eru skærari en afturljósin og líkjast þremsuljósum talsvert. Margir öku- menn hafa þessi Ijós tendruð við allar aðstæður, i góðu skyggni sem í slæmu. Oft getur því verið örðugt að greina hvort um er að ræða bremsu- eða þokuljós. Fyrir nokkrum árum bar á því að menn settu auka bremsuljós í aftur- gluggann á bílum sínum. Var þá oft talað um jólatré og þótti þetta gjarnan vera til marks um glysgirni þeirra sem þetta gerðu. Nú hafa erlendar rann- sóknir, bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum, leitt í Ijós að auka bremsuljós í afturglugga getur leitt til 25-50% tækkunar attanákeyrslna. Bílatryggingafélög ( Danmörk, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð hafa reiknað út að þaö borgi sig fyrir bæði ein- staklinginn og samfélagið að gera auka bremsuljós I afturglugga að skyldu I nýjum bílum. í Svíþjóð næst hagkvæmni auka bremsuljósanna við aöeins 13% fækkun aftaná- keyrslna. Það væri ef til vill ekki úr vegi að réttir aðilar huguðu nánar að þessum málum hér á landi. □ í nóvember slðastliönum skilaði nefnd undir forsæti Einars T. Elías- sonar vélaverkfræðings, skýrslu um verkfræðideild Háskóla íslands. Aðrir I nefndinni voru Gunnar I. Birgisson, byggingarverkfræðingur og Jón Vil- hjálmsson, rafmagnsverkfræðingur. Starfsmaður nefndarinnar var Sigrún Pálsdóttir, verkfræðingur. Nefndin vann að úttektinni fyrir þró- unarnefnd háskólans, en nefndar- menn voru skipaðir af framkvæmda- stjóra VFÍ. Það tók úttektarnefndina rúmt ár aö vinna verkið. í grein þessari verður greint frá þvi sem mér þykir athyglisverðast við út- tektina. Það er þó rétt að greina les- andanum strax frá því að ég er marg- faldur I roðinu I máli þess, sit I þró- unarnefnd, var formaöur VFÍ þegar starfið hófst og er „fórnarlamb" út- tektarinnar. Þessi skýrsla markar tímamót I starfi Háskóla (slands og VFÍ. Þetta er, að þvl ég best veit I fyrsta sinn, sem fagfélag stendur að úttekt á námi deildar við háskólann. Reyndar kom VFÍ við sögu þegar verkfræði- nám til lokaprófs var skipulagt við háskólann um og eftir 1970. Það verður einnig að teljast nokkuð biræf- ið að verkfræðingur við verkfræði- deildina skuli óska eftir úttekt starfs- bræðra sinna á sinu starfi, vitandi það aö slík úttekt mun alltaf snúast meira um það sem er að og má betur fara, fremur en það sem vel er gert. Hálfu merkilegra er þó að skuli vera til verk- fræðingar sem þora að gera slíka út- tekt og segja álit sitt á starfi deildar- innar vitandi það þeir fái litið þakklæti fyrir. En ástæðan er auðvitað sú að hvorutveggja vilja veg og virðingu verkfræðinganámsins og verkfræð- inga sem mesta og því tilbúnir að draga tram það sem miður fer og reyna að bæta þar úr. Þessi úttekt er liður I því að vera stöðugt á varðbergi fyrir gæðum verkfræðimenntunar og sjá til þess að hún sé eins góð og frekast verður kosið. UNDIRBÚNINGUR OG NÁMSÁLAG. Viðhorfskönnun meðal þeirra sem tekið hafa lokapróf I verkfræði 1974- 1986 er hvað merkust I skýrslunni. Alls eru það 384 manns og um 195 svör bárust eða 51%. Þar kemur fram að um 90 % brautskráðra verk- fræðinga luku námi á eðlissviði mennta- eða fjölbrautaskóla. Náms- álag er talið vera á bilinu 50-70 klst. á viku, að meðaltali 61,5 klst. Um tímasókn kemur fram að yfir 90% telja sig hafa sótt meira en 3/4 hluta fyrirlestra í verkfræðigreinum. Þessar tölur koma verkfræðingum varla á óvart. FRAMHALDSNÁM. Um 3/4 hlutar þeirra sem svöruðu fóru í framhaldsnám. Rúmur þriðj- ungurfórtil Danmerkurog Bandaríkj- anna og tæpur þriðjungur annað. Byggingarverkfræðingar sækja mest til Danmerkur. Lang flestir taka próf- gráðu, flestir meistaragráðu en um 8% Ijúka doktorsprófi. Verkfræðinám við HÍ telst nær und- antekningarlaust gefa góðan eða mjög góðan undirbúning undir fram- haldsnám. VERKFRÆÐISTÖRF. Tæp 40% starfa við hönnun og ráðgjöf, við stjórnun fást tæp 20% og rannsóknir og þróun tæp 16%. Sýnu fæstir rafmagnsverkfræðingar starfa hlutfallslega við hönnun og ráðgjöf. Pétur K. Maack, prófessor Um 70% verkfærðinga telja að námið hafi búið þá vel undir störf. Nokkur munur á milli sviða þv( um helmingur rafmagnsverkfræðinga taldi sig vel búna undir störf. VIÐHORF TIL KENNARA. í heild tel ég að viðhorfskönnunin gefi jákvæða mynd af deildinni en það sem olli mér nokkrum vonbrigðum er viðhorf til fastra kennara deildarinnar en það er nokkuð blendið eða eins og segir í skýrslunni: „Fastir kennarar í rafmagnsverkfræði fá heldur óvægna gagnrýni nær óháð út- skriftarárum. Þetta á við um undir- búning, skipulag og samskipti. Kenn- arar i öðrum skorum fá einnig gagn- rýni. f byggingarverkfræöi beinist hún einkum að undirbúningi og því að kennslan sé oft ómarkviss og bæta þurfi skipulag námsins". Það kemur ennfremur fram í við- horfskönnuninni að brýnt er talið að bæta aðstöðu til rannsókna og þá um leið fyrir verklegar æfingar í verk- fræðigreinum. Tímasókn er talin vera of mikil en námið einkennast af góð- um undirstöðugreinum, fjölbreytni f námi og góðum fræðilegum grunni. Það sem hinir brautskráðu vilja helst breyta er að skipulega verði hugað að tengslum fræðanna við verkfræðileg viðfangsefni t.d. með réttu vali á verkefnum og dæmum og að í öllum greinum vanti meiri áherslu á eða möguleika á valgreinum á sviði rekstrar-, stjórnunar og viðskipta. NIÐURSTÖÐUR. Niðurstöður sínar byggir nefndin siðan á þessari könnun, viðhorfs- Q Bondarikin SQ Brettond □ Donmörk ■ Noregur ■ Svíþjó6 § Þýskolond 12 Annoft Brautskráðir, framhaldsném: Námslönd. VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988 17

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.