Siglingamál - 01.03.1978, Side 2

Siglingamál - 01.03.1978, Side 2
Siglingamál Rit Siglingamálastofnunar ríkisins Nr. 9 marz 1978 Útgefandi: Siglingamálastofnun ríkisins Pósthólf 484, Reykjavík Ábyrgðarmaður: Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri Ritstjóri: Stefán S. Bjarnason mengunarsérfræðingur Prentun: Gutenberg. Fiimuvinna: Prentþjónustan hf. Efnisyfirlit: Grein bls. 9.1 Alþjóðlegur siglingamáladagur . . 2 9.2 íslenzkir skuttogarar, þreytingar til aukins öryggis .................... 3 9.3 Varnir gegn olíumengun sjávar. Móttaka á olíu og olíuúrgangi frá skipum ....................... 5 9.4 Öryggislokar við línuspil og radar- speglar á opnum bátum ............. 6 9.5 Öryggisbúnaður við lagþrýst linu- og netaspil ....................... 7 9.6 Þvermál skrúfuöxla ................. 9 9.7 Alþjóðasiglingamálastofnunin IMCO 10 Á forsíðu þessa heftis er mynd af skuttogaranum, FRAMTÍÐIN KE 4, frá Keflavík á veiðum suð- vestur af landinu í nóvember mánuði 1977. (Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson.) 17. marz Alþjóðlegur Siglingamáladagur Grein 9.1 Á síðasta þingi Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar, IMCO, sem haldið var í London 7.—18. nóvember 1977 var samþykkt ályktun þess efnis, að framvegis skyldi dagurinn 17. marz ár hvert vera alþjóð- legur siglingamáladagur. (World Maritime Day), en þann dag árið 1958 tók stofn- skrá IMCO gildi. Dagur þessi skyldi framvegis vera helgaður þeim málum, er varða öryggi á sjó, alþjóðlegar siglingar, samskipti þjóða um flutninga á sjó, og varnir gegn mengun sjávar. Nú hefur verið ákveðið að fyrsti alþjóð- legi siglingamáladagurinn, 17. marz 1978, verði sérstaklega helgaður þeirri alþjóð- legu stofnun sameinuðu þjóðanna, Al- þjóðasiglingamálastofnuninni IMCO, sem hefur þessi verkefni með höndum á al- þjóðavettvangi, en þann dag verður IMCO 20 ára í tilefni þessa fyrsta alþjóðlega sigl- ingamáladags 17. marz 1978 fer því hér á eftir stutt yfirlit um Alþjóðasiglinga- málastofnunina IMCO, sem aðsetur hef- ur í London. í fjölmiðlum um allan heim mun þessa dags verða minnst sérstaklega, og er þess að vænta, að svo verði einnig hár á landi.

x

Siglingamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.