Siglingamál - 01.03.1978, Qupperneq 12

Siglingamál - 01.03.1978, Qupperneq 12
12 gáfu á bókum og bæklingum á veg- um IMCO. G. Tæknileg samstarfsdeild sér um tækniaðstoð við þróunarlöndin meðal annars með því að senda til aðstoðar þeim sérfræðinga, koma mönnum þaðan til sérfræðináms og þjálfunar, veita aðstoð með búnaði eða öðrum hætti innan starfssviðs IMCO, og þá á grundvelli þróunaráætlunar sam- einuðu þjóðanna (UNDP). HvaS gerir IMCO? IMCO er vettvangur, þar sem fulltrúar aðildarríkjanna skiptast á skoðunum og vinna að því að leysa vandamál, sem tengd eru siglingamálum, skipatækni- málum, hafmengunarmálum eða lög- fræðilegum atriðum um þessi atriði. IMCO gerir ályktanir er varða siglinga- mál, sem berast tillögur að frá aðildar- ríkjum eða öðrum aðilum innan „fjöl- skyldu“ Sameinuðu þjóðanna, IMCO sér um að boða til, undirbúa og stendur að alþjóðaráðstefnum um mál sem eru í verkahring stofnunarinnar, í þeim tilgangi að ganga frá alþjóðlegum samþykktum eða ályktunum. Öryggi á sjó. Öryggi á sjó hefur verið efni margra alþjóðlegra samþykkta, en mikilvægust þeirra er Alþjóðasamþykktin um öryggi mannslífa á hafinu. Núgildandi samþykkt um þetta efni var samin og samþykkt á alþjóðaráðstefnu, sem haldin var á veg- um IMCO árið 1960, og IMCO sér um stjórnunaratriði þessarar samþykktar. Stöðugleiki skipa og vatnsþétt sundurhóffun. Stöðugleiki skipa er að sjálfsögðu eitt mikilvægasta atriði í öryggi allra skipa. Vatnsþétt sundurhólfun skiþa í mörg að- skild vatnsheld rými er gerð þannig á stærri stálskipum, að jafnvel þótt eitt eða fleiri þessara rýma fyllist af sjó, þá fljóti skipið samt, og að því hvolfi ekki. Öryggi fiskiskipa. IMCO hefur sérstaklega unnið að mál- um er varða öryggi fiskiskipa, og sérstök nefnd hefur haft þau mál með höndum. Ýmsar ályktanir hafa verið samþykktar á þingum IMCO til aukins öryggis fyrir fiskiskip. Má þar sérstaklega nefna leið- beiningar og ályktanir um stöðugleika- útreikninga fiskiskipa og um aðgerðir gegn ísingu fiskiskipa, sem samþykktar voru á þingi IMCO árið 1973. Þá ber að geta þess, að vorið 1977 var á Spáni haldin á vegum IMCO alþjóðleg ráðstefna um öryggi fiskiskipa, og þar var gengið frá alþjóðasamþykkt, þeirri fyrstu í heiminum um þetta efni. Þar eru gerðar lágmarkskröfur um hönnun, smíði og búnað fiskiskipa, sem eru 24 metrar að lengd eða meira. Þessi alþjóðasam- þykkt um öryggi fiskiskipa hefur nú verið gefin út á ensku, og er gert ráð fyrir að samþykktin verði staðfest af ýmsum aðildarríkja IMCO innan fárra ára. Brunavarnir í skipum. Bruni í skipum er ein mesta hætta, sem steðjar að í skipum og brunavarnir í þeim eru mun flóknari en á landi. í kjölfar mikilla bruna í farþegaskipum vann IMCO á árunum 1966 og 1967 að nýjum og strangari alþjóðaákvæðum um brunavarnir í skipum. Þessi brunavarna- ákvæði eru viðauki og endurskoðun á hluta alþjóðasamþykktarinnar frá 1960 um öryggi mannslífa á hafinu. Árið 1973 staðfesti þing IMCO fjölda mörg ákvæði til brunavarna í olíuflutn- ingaskipum og lausafarmskipum. Hér er m. a. um að ræða innbyggð slökkvikerfi með froðu og efnafræðilega óvirkum gas- tegundum til verndar gegn eldi í farm- geymum og á þilfari. Áfram er nú unnið að brunavarnarákvæðum fyrir minni olíu- flutningaskip og að öðrum þáttum bruna- varna í skiþum. Hönnun og smíði skipa. Stöðugt aukinn flutningur á hættuleg- um efnum í farmgeymum skipa hefur valdið því, að brýn nauðsyn var fyrir IMCO að rannsaka áhrif þessara flutn- inga á hönnun skipa. Árið 1971 sendi IMCO frá sér reglugerð um hönnun og búnað skipa, sem flytja hættuleg kemisk efni laus í farmgeymum. Nú er unnið að

x

Siglingamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglingamál
https://timarit.is/publication/901

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.