Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 6
I stuttu máli Hárlaust skal það vera Nú á dögum á hárið aðeins að vera á sérstökum stöðum á líkamanum. Einkum þykir konum óþægilegur hárvöxtur á skökkum stað. En hvemig er best að fjarlægja hárið þar sem það er óæskilegt? Til að svara þessu fékk breska neytenda- blaðið Which ? hundrað konur til að prófa þrjár aðferðir til að fjarlægja hár á óæskilegum stöðum og var það gert með rakvél, með vaxi og sér- stöku kremi ætluðu til að fjarlægja hár. Notuð var einkunnagjöfin 1-5 þar sem 5 var best. Það kom nokkuð á óvart að rakvélin reyndist betri en kemísku efnin. Þannig fékk kremið á milli 3 og 4 í einkunn, vaxaðferðin 3 en rakvélin 4. Bæði dýrar rakvélar og ódýrar fengu góða útkomu, en þær þurftu þó að hafa annaðhvort tvö eða þrjú rakvélablöð. Getur þú treyst bílnum þínum? Við gemm margvíslegar kröfur til bflsins en allra mestu skiptir að hann l'ari í gang og bili ekki þegar mað- ur á þess síst von. Breska neytendablaðið Which? sendi bréf til 80 þúsund félags- manna neytendasamtakanna þar og spurði um margvíslega þætti einkabflsins til að kanna hve vel menn treystu bflnum sínum. Könnunin náði ekki til eldri bfla en átta ára. Tæplega helmingur aðspurðra svaraði, eða rúmlega 33 þúsund. Areiðanleiki bflsins var metinn í þrennu lagi. Bilanir þýða að það þarf að stöðva bflinn eða hann startar ekki. Að sjálfsögðu voru ekki tekin með óhöpp, sprungið dekk, tómur rafgeymir vegna þess að það gleymdist að slökkva á ljósunum og þvíumlíkt. Vandamál eru meðal ann- ars atriði sem valda bflstjór- anum óþægindum en gera bfl- inn þó ekki ógangfæran. Hér má nefna hljóð sem ekki eiga að vera til staðar eins og marr og bank, eða að hlutir á bfln- um losna. Að lokum eru það gallarn- ir. í þessari könnun var um að ræða að það hafi þurft að skipta um hlut í bflnum eða gera við hlut. Ekki var tekið tillit til viðgerða sem falla undir eðlileg slit. Þegar litið er á alvarlegasta atriðið, bilanirnar, kemur fram mikill munur. Yfirleitt raða japanskir bflar sér á toppinn og má þar nefna Hondu, Mazda og Toyota (og Lexus sem Toyota framleið- ir). A botninum eru yfirleitt evrópskir bflar eins og Alfa Romeo, Land Rover, og Renault. Heildarniðurstöður úr þeim þremur þáttum sem kannaðir voru fara hér á eftir. Bílunum er raðað eftir staf- rófsröð innan hvers flokks, í sviga er fjöldi bfla innan hverrar tegundar: Mjög traustir bílar: Honda(1598) Lexus (152) Mazda (581) Mercedes-Benz (1053) Suzuki (190) Toyota (1989) Traustir: Audi (825) Hyundai (241) Jaguar(307) Nissan (1945) Seat (331) Subaru (287) Þokkalega traustir: BMW (1247) Chrysler (116) Daewoo (366) Ford (4433) Isuzu (36) Kia (77) Mitsubishi (297) Saab (490) Skoda(427) Volkswagen (2606) Volvo (1029) Ekki nógu traustir: Alfa Romeo (229) Citroén (1129) Fiat (834) Jeep (104) Land Rover (480) Peugeot(2307) Renault (2197) Rover(1924) Vauxhall (3180) Epli fyrir- byggja krabbamein betur en C- vítamín Vísindamenn í Bandaríkjun- um og Kóreu halda því nú fram að andoxunarefnið kversetín (e. quercetin), sem er meðal annars í eplum, sé betur til þess fallið að koma í veg fyrir krabbamein en C- vítamín. C-vítamín er þekkt sem andoxunarefni sem einangr- ar sindurefni en þau geta skaðað frumur og erfðaefni í líkamanum. C-vítamín er mikilvægt til að viðhalda vefjum, til að sár grói og fyrir breytingar á járni í lík- amanum. Vísindamennirnir hafa sögn fagblaðsins The Lancet sýnt fram á að C- vítamín heldur við sérstöku sambandi milli frumna í lík- amanum. Með því að senda boð í gegnum mjög lítil op hafa frumur samband hver við aðra. Það skiptir miklu að þessi tengsl gangi vel. Geri þau það ekki getur skapast hætta á krabba- meini. C-vítamín kemur í veg fyrir að vetnisperoxíð myndist, en það getur skað- að þessi litlu og nauðsyn- legu op. í rannsóknunum voru skoðuð önnur andox- unarefni auk C-vítamínsins. Sum efnanna höfðu engin áhrif, en kversetín er enn öflugra en C-vítamín til þessara nota. 6 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.