Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 7
í stuttu máli Setjið árgjaldið á greiðslu- kort! Neytendasamtökin hafa þrjár leiðir til að innheimta félagsgjöld. í fyrsta lagi greiðir meirihluti félags- manna árgjald sitt með boðgreiðslum á greiðslu- korti, í öðru lagi heimsækir innheimtufólk félagsmenn og í þriðja lagi eru félögum sendir gíróseðlar. Það verð- ur að segjast eins og er að síðasttalda aðferðin hefur ekki reynst vænleg fyrir fé- lagasamtök og innheimtist tiltölulega lítið með gíró- seðlunum. Að gengið sé í hús til að innheimta félags- gjald þykir mörgum hvim- leitt, en það er að auki kostnaðarsamt fyrir Neyt- endasamtökin. Langódýrasta aðferðin er að sem flestir félagsmenn greiði árgjaldið með greiðslukorti. Þetta er líka þægilegast fyrir félagsmenn sem nota greiðslukort. För- um vel með það takmark- aða fé sem við höfum til neytendamála - setjum ár- gjald Neytendasamtakanna á greiðslukort. Rétt er að minna á að þeir sem það gera geta skipt árgjaldinu í tvennt. Munið póstlistann! Á heimasíðu Neytendasam- takanna, www.ns.is, er hægt að skrá sig á sérstakan póst- lista. Með því að skrá sig þar fær viðkomandi tölvu- bréf þegar nýtt efni kemur á heimasíðuna. Það er gott að fylgjast með - munið að skrá ykkur á póstlistann. Sama rétt fyrir sjúklinga alstaðar á Norðurlöndum Réttur sjúklinga á að vera sá sami í öllum ríkjunum á Norðurlöndum. Þetta er niður- staða nýrrar skýrslu frá nor- ræna neytendasamstarfinu. I skýrslunni, sem norræna ráð- herranefndin gefur út, eru bor- in saman lög um rétt sjúklinga á Norðurlöndum. Margt er sameiginlegt með ríkjunum en í sumum tilvikum er nokkur munur og það hefur meðal annars þýðingu fyrir sjúklinga sem sendir eru til annars nor- ræns lands á kostnað heima- ríkisins. Umræðan um sama rétt sjúklinga á Norðurlöndum er mikilvæg, enda er heilbrigðis- kerfið í öllum ríkjunum undir miklum þrýstingi um sparnað. Langir biðlistar gera það að verkum að margir sjúklingar leita til annarra norrænna landa en síns eigin til að fá nauðsynlega meðferð. Þess vegna spyrja sjúklingar sig í auknum mæli hvernig þeir séu tryggðir fyrir mistökum sem gerast utan heimalandsins. Það er sameiginlegt með norrænu ríkjunum að sam- þykki sjúklings um með- höndlun er virt rnikils. Norsk heilbrigðisyfirvöld viður- kenna þó ekki rétt sjúklinga til að hafna læknismeðferð. Það er hins vegar gert í Dan- mörku, Finnlandi, á Islandi og í Svíþjóð, jafnvel þótt það leiði til dauða. Svíþjóð er eina norræna ríkið þar sem ekki er til heildstæð löggjöf um rétt sjúklinga. Sjúklingar í Noregi, í Svíþjóð og á Islandi hafa lagalegan rétl til að fá tvöfalt álit, mat frá tveimur læknum. Á móti hafa Danir frjálsara val um á hvaða sjúkrahús þeir eru lagðir inn. Fram kemur í skýrslunni að ef veita á sjúklingum nægi- lega vernd þarf að lögfesta rétt sjúklings. Þetta er nauð- synlegt til að réttarstaða sjúk- lings skerðist ekki tilviljunar- kennt vegna of lítilla fjárveit- inga. Réttaröryggi gerir auk þess ráð fyrir að sjúklingar þekki rétt sinn. Þessi skýrsla um rétt sjúk- linga á að geta skapað grund- völl fyrir frjórri umræðu, ekki síst meðal þeirra sem málið skiptir, og það eru margir, í raun allir. I framhaldinu er það verkefni ríkisstjórnanna á Norðurlöndum að taka af- stöðu til þess hvort ekki á að samræma betur heilbrigðis- löggjöf norrænu ríkjanna. I naglalakki eru mörg óæskileg efni Samkvæmt danska neytenda- blaðinu Tœnk-test eru í nagla- lakki ýmis efni sem geta verið skaðleg fyrir heilsuna. Rann- sakaðarvoru 17 mismunandi tegundir naglalakks og var þeirn öllum sameiginlegt að í þeim voru efni sem geta vald- ið vandamálum. í 14 þessara naglalakka voru efni sem danska umhverfisstofnunin telur óæskileg samkvæmt sér- stakri skrá. Eitt þessara efna, díbútýl-eftalat, er hormón- araskandi og getur haft áhrif á getu kvenna til barneignar. Þetta efni er að finna í mörg- um snyrtivörum, en í mesta magni í naglalakki. í nagla- lakki finnst einnig formald- ehýð-resín, en það efni er krabbameinsvaldandi, og eftalsyreanhydríð sem er of-. næmisvaldandi og heilsuskað- legt. Þessi efni eru ekki skað- leg hér og nú, en enginn þekkir langtímaáhrif þeirra. Og þessi efni eru öll óæski- leg. Þær þrjár naglalakksteg- undir sem ekki innihéldu þessi efni voru Gosh, Revlon og Revlon Street wear. Þar sannast að það er algjör óþarfi að nota þessi varasömu efni í naglalakk. NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2002 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.