Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 14
Maturinn Misfeitar salat- sósur f°/‘L DRt5 dresSI'- r \ (i 1 ^ { A ■ sn-sw LmÍÍ ÍN'^'sJ fg " J V ja'/í- Hrásalat er bæði hollt og gott og það er óþarfi að eyðileggja hollustuna með því að drekkja því í feitri salatsósu. Urvalið af léttum sósum, jafnvel fitu- lausum, hefur aukist mikið undanfarin ár. Sá sem borðar matskeið af salatsósu á dag getur sparað sér tæp tvö kíló af fitu á ári með því að skipta úr feitri sósu (35% fita) yfir í fitulausa. Og gleðilegu frétt- irnar eru þær að í úttekt sem dönsku neytendasamtökin gerðu fyrir skömmu fengu léttar sósur síst lægri einkunn fyrir bragðgæði en þær feitu. A markaði eru feitar, léttar og fitulausar salatsósur. Til að hægt sé að kalla sósu létta þarf fituinnihaldið að vera skert um að minnsta kosti 25% miðað við venjulega sósu og orkuinnihaldið (kaloríurnar) þarf líka að vera að minnsta kosti fjórðungi minna en í þeirri venjulegu. Menn kunna að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að fram- leiða fitulausa salatsósu. Þá er sett vatn í stað olíunnar sem er aðaluppistaðan í venjuleg- um salatsósum og síðan er þykkt með umbreyttri sterkju. Samkvæmt fæðuframboðs- tölum hér á landi er ekki hægt að finna út hversu mikið við borðum af salatsósu. Sam- kvæmt upplýsingum frá helstu dreifingaraðilum má þó ætla að magnið geti verið í kringum 25 þúsund kíló. A markaði eru að minnsta kosti um 30 mismunandi tegundir. Hversu mikið er selt af hverri tegund fyrir sig vitum við ekki en í Danmörku er átt- unda hver seld flaska fitulaus. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Neytendablaðið afl- aði sér má ætla að við Islend- ingar séum duglegri að borða léttar og/eða fitulausar sal- atsósur og okkur sýnist að léttar sósur séu um þriðjungur sölunnar hérlendis. Hvað notar þú mikla sósu? Á myndunum má sjá þrjár salatskálar með mismikilli sósu. Á mynd A er '/2 mat- skeið eða 7,5 grömm. Á mynd B er 1 matskeið, 15 g, og á mynd C 2 matskeiðar, 30 g. Athugaðu nú hversu mikla sósu þú mundir nota. Skoð- aðu svo töfluna hér lyrir neð- an og sjáðu hvað þú getur sparað mikið af fitu á ári með því að skipta úr venjulegri sósu (35% feitri) yfir í fitu- lausa. Magn á dag A V, matskeið (7,5 g) B 1 matskeið (15 g) C 2 matskeiðar (30 g) Til gamans fylgir hér sósu- listi sem Manneldisráð hefur sent frá sér, og er þar gefið upp fituinnihald í einni sósu- ausu. Af þessu má sjá að það er hægt að velja sér afar mis- feitar sósur. Sósulisti Það er sem betur fer ekki nauðsynlegt að sleppa sós- unni hollustunnar vegna. Margar sósur eru tiltölulega fitulitlar og meira að segja er hægt að búa til ágæta kokk- teilsósu úr súrmjólk, jógúrti eða 10% sýrðum rjóma. Hér að neðan er listi yfir algengar sósur og magn fitu í sósuausu (ein ausa er hér talin hálfur desilítri eða um það bil 50 grömm). Sósur fita, g/ausu Majónes/smjör(líki)....41,0 Kokkteilsósa...........36,0 Rjómasósa..............18,0 Sýrður rjómi/Eyjasósa...8,0 10% sýrðurrjómi.........5,0 Mjólkurjafningur, uppbakaður..............4,5 Jógúrtsósa..............2,0 Brún sósa, jöfnuð.......1,5 Sinnep..................1,5 Súrsæt sósa, kryddsósa..1,0 Tómatsósa...............0,1 ftta sem sparast á ári 0,95 kg 1,9 kg 3,8 kg Geymsluþol Tilbúnar salatsósur geta verið framleiddar allt að því ári fyr- ir „Best fyrir“-dagsetninguna. Áður en flaskan er opnuð má yfirleitt geyma hana við stofuhita. En eftir að hún hef- ur verið opnuð á alltaf að geyma hana í ísskáp. Síðan er misjafnt hvað varan geymist lengi eftir að búið er að opna flöskuna. Ef innihaldið er súrt, varan hefur vcrið hituð við lramleiðslu eða sett í hana þráavarnarefni þá getur hún geymst allt upp í fimm vikur í ísskáp. fita sem sparast á dag 2,6 g 5,3 g 10,5 14 NEYTENDABLAÐIÐ — desember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.