Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 16
Húsnæðismál íbúðalánasjóður hagkvæmur og öflugur Guðmundur segir að undanfarin misseri hefur starfsemin náð góðu jafnvœgi og við getum afgreitt lánsumsóknir jafnóðum og þœr berast. Viðtal við Guðmund Bjarnason framkvæmda- stjóra íbúða- lánasjóðs íbúðalánasjóður var settur á fót í ársbyrjun 1999 í kjölfar róttækra breytinga á lögum um húsnæðismál. Þá var hið opinbera húsnæðiskerfi í raun markaðsvætt og Ibúðalána- sjóði gert að standa undir hús- næðislánum sínum án rfkis- styrkja. Guðmundur Bjarnason fyrrverandi ráðherra var ráð- inn framkvæmdastjóri íbúða- lánasjóðs við stofnun hans, en hóf ekki formlega störf fyrr en í maí 1999. Neytendablað- ið hitti Guðmund að máli í höfuðstöðvum sjóðsins í Höfðaborg í Reykjavík til að forvitnast um hvernig lil hefur tekist með breytinguna, stöðu sjóðsins nú og ýmislegt annað sem varðar starfsemi hans og áhrif á húsnæðismarkaðnum. „Starfsemi Ibúðalánasjóðs hefur verið umsvifamikil frá upphafi, en sjóðurinn tók við rekstri Húsbréfadeildar, Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna. Þá voru stofnuninni falin verkefni sem áður höfðu verið hjá Veðdeild Landsbankans og nýir lánaflokkar settir á laggirnar. Á sama tíma fór húsnæðismarkaðurinn á veru- legt llug og varð árið 1999 stærsta útlánaárið til þess tíma. Fyrri hluti þessa fyrsta starfsárs var íbúðalánasjóði erfiður þar sem hnökrar í fyr- irkomulagi umsóknarferilsins urðu til þess að afgreiðslutími húsnæðislána varð alltof lang- ur. En eftir skipulagsbreyting- ar síðari hluta sumars varð umsóknarferillinn einfaldari og afgreiðslutíminn styttist verulega. Undanfarin misseri hefur starfsemin náð góðu jafnvægi og við getum afgreitt lánsum- sóknir jafnóðum og þær ber- ast. Það tekur yfirleitt þrjá til fjóra daga og við höfum sett okkur það markmið að bið- tíminn eftir láni fari aldrei yfir eina viku ef öll gögn eru til staðar. Þetta hefur okkur tekist þrátt fyrir að eftirspurn eftir lánum hafi aldrei verið meiri en árin sem liðin eru frá stofnun íbúðalánasjóðs. Það virðist ekki ætla að verða neitt lát á þeirri eftirspurn því þrátt fyrir spár um samdrátt stefnir í að árið 2002 verði metár í afgreiðslu húsnæðis- lána.“ Höfuöstöövarnar enn í Reykjavík Það vakti athygli á sínum tíma að hluti starfseminnar var fluttur lil Sauðárkróks. Hvernig hefur gengið að reka íbúðalánasjóð í tveimur landshlutum? „Það hefur gengið mjög vel. Sá misskilningur skapað- ist að meginhluti starfseminn- ar hefði verið fluttur norður. Ég var til dæmis iðulega spurður að því hvernig ég kynni við að vera fluttur norður á Sauðárkrók. Höfuðstöðvarnar eru hins vegar hér í Borgartúni. Hér starfa 50 manns en á Sauðár- króki starfa 12 manns. 1 upp- hafi var varsla skuldabréfa flutt á Sauðárkrók, en nú er einnig rekið þar þjónustuver sem annast alla síma- og upp- lýsingaþjónustu fyrir Ibúða- lánasjóð. Þá fer hluti af inn- heimtu á skuldabréfum lán- takenda fram frá Sauðárkróki. Þetta er okkur kleift með nútíma fjarskiptatækni og gengur þessi starfsemi af- skaplega vel. Vissulega er það að einhverju leyti kostn- aðarsamara að hafa starfsem- ina á tveimur stöðum en á móti kemur að annað er kostnaðarminna, til dæmis húsnæði sem er ódýrara á Sauðárkróki en í Reykjavík. Við teljum að þegar upp er staðið sé þetta hluti af þeirri sjálfsögðu þróun að hafa hluta af opinberri starfsemi úti á landi.“ Lán til leiguíbúöa og viðbótarlán Helsta gagnrýnin í tengslum við stofnun íbúðalánasjóðs var breyting á félagslega íbúðalánakerfinu. I hverju fólst þessi breyling? „Það var pólitísk ákvörðun á sínum tíma að leggja niður gamla félagslega kerfið og þá lánaflokka sem undir það heyrðu. Það var ljóst að Byggingarsjóður verkamanna átti í miklum erfiðleikum þar sem ríkissjóður lagði bygg- ingarsjóðnum ekki til nauð- synlegt fjármagn til vaxta- niðurgreiðslna. Þess í stað voru tekin upp sérstök lán, viðbótarlán, til þeirra sem falla undir ákveðin tekju- og eignamörk. Viðbót- arlánin bætast við almenn húsbréfalán og geta lánin samtals numið allt að 90% af kaupverði íbúðar. Þessi við- bótarlán eru ekki einskorðuð við ákveðnar félagslegar eignir, eins og raunin var í 16 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.