Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 17
• • • • gamla félagslega kerfinu, heldur geta þeir sem þau fá valið sér húsnæði að vild. Ungt fólk með lágar tekjur sem er að eignast sína fyrstu íbúð hefur einnig getað nýtt sér þennan valkost. Þetta er sá lánaflokkur sem hefur vaxið mest frá stofnun íbúðalána- sjóðs og hefur í mörgum til- fellum gert ungu fólki kleift að eignast sitt fyrsta húsnæði. Þá var einnig tekinn upp nýr öflugur lánaflokkur til leigu- íbúða. Aður voru það bara sveitar- félög sem gátu sótt um slík lán en nú geta félög sem stofnuð eru til að eiga og reka leiguíbúðir sótt um lán og leigt íbúðirnar hverjum sem er og þá ræður markaðurinn hver leigan er. Asókn í þessi lán hefur aukist verulega að und- anförnu. Fyrstu tvö árin lán- uðum við rúman milljarð hvort árið til leiguíbúða en í ár verða lánaðir 7,5 milljarðar króna til leiguíbúða. Eg tel að veruleg umskipti séu að verða núna hvað leigu- íbúðir varðar. Ahuginn hefur greinilega aukist hjá fjölmörg- um aðilum, bæði byggingar- verktökum og frjálsum félaga- samtökum, á að ráðast í fram- kvæmdir við leiguíbúðir. Þetta hefur tekið sinn tíma en þróun lánanna sýnir að þarna er að verða umtalsverð breyt- ing á viðhorfi til þessara mála og ljóst að verið er að svara kröfum markaðarins.“ Lítiö um vanskil Hvemig hefurþróun í van- skilum verið undanfarið? „Almennt eru skil hjá lán- takendum okkar mjög góð og heildarvanskil einstaklinga hafa einungis verið um 0,3% af heildarútlánunum. Þetta hlutfall hefur haldist nokkuð óbreytt í tíð íbúðalánasjóðs. Það að vaxtabætur eru teknar upp í vanskil hefur áhrif á þetta og einnig hefur farið vaxandi að einstaklingar fari í greiðsluþjónustu hjá bönkun- um. Auk þess hefur íbúðalána- sjóður ákveðin úrræði fyrir fólk í greiðsluvanda sem verða til þess að fólk kemst í skil við sjóðinn og losnar af vanskilalista. Reyndar voru heimildir sjóðsins til að koma til móts við fólk í greiðsluvanda rýmkaðar á síðasta ári. Þeim einstaklingum sem leita þessara úrræða hefur fjölgað mikið að undanförnu. Þeir voru um 400 í fyrra en fjöldinn stefnir í 800 í ár. Þetta er þó ekki hátt hlutfall miðað við að lántakendur hjá sjóðnum eru rúmlega 70 þús- und. Þessi fjölgun sýnir að það er að harðna á dalnum, en úrræðin eru nú orðin fleiri fyr- ir fólk í vanda og það veit bet- ur af þeim en áður var. Þessi þjónusta er veitl í samstarfi við bankana og sparisjóðina og Ráðgjafarstofu heimilanna og eiga einstaklingar að leita til þessara aðila fyrst, áður en þeir koma til okkar. Úrræðin felast meðal ann- ars í því að unnt er að fá greiðslustöðvun á húsnæðis- lánunum í allt að þrjú ár. Þá eru lánin fryst og geta lántak- endur einbeitt sér að því að koma öðrum skuldum í skil á meðan. Sá böggull fylgir skammrifi að höfuðstóll láns- ins hækkar á frystingartíman- um þar sem vextir og verð- bætur á þeim tíma bætast við höfuðstólinn. Þá er hægt að breyta vanskilum í nýtt lán til allt að 15 ára. Loks er heimilt að lengja lánstíma um allt að 15 ár til að létta greiðslubyrði. Þetta er nýtt úrræði sem al- þingi samþykkti á síðasta ári. Slík lenging lánstíma getur komið sér vel í kjölfar fryst- ingar á lánum, en oft á tíðum dugir lenging lána ein og sér. Þá ber að geta þess að ef fólk lendir í tímabundnum vanskilum höfum við samið við það um að greiða hluta vanskilanna og skipta eftir- stöðvunum upp í mánaðarleg- ar greiðslur sem greiðast á einu lil einu og hálfu ári. Starfsemi sjóðsins á fullan rétt á sér Það hafa verið uppi raddir um að það beri að leggja niður Húsnæðismál Ibúðalánasjóð ogflytja þessa lánastaifsemi alveg yfir til bankanna. Hveriu svararðu því? „Ibúðalánasjóði er lögum samkvæmt ætlað að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjár- munum verði sérstaklega var- ið til þess að auka möguleika fólks til að eignast húsnæði eða leigja á viðráðanlegum kjörum. Þá er íbúðalánasjóði ætlað að vera fjárhagslega sjálfstæður og hann á að standa undir kostnaði af lán- veitingum og rekstri með eig- in tekjum. Þessu hefur Ibúða- lánasjóður náð, enda er hann hagkvæmur og öflugur. Okkar markmið er að veita viðskiptavinum sjóðsins sem besta og ódýrasta þjónustu. Á meðan við getum sýnt fram á að við gerum það tel ég að þessi starfsemi eigi fullan rétt á sér. Ef hægt er að sýna fram á að aðrar stofnanir, bankar eða aðrar fjármálastofnanir, geti náð markmiðum laganna bet- ur en Ibúðalánasjóður, þá er sjálfsagt að taka málið til skoðunar. En þar sem sjóður- inn er í eigu ríkisins bjóðast honum bestu iaanleg vaxta- kjör, og viðskiptavinurinn nýtur þessa í lægri vöxtum en unnt er að veita í almenna bankakerfinu. Við rekuin Ibúðalánasjóð á margfalt minni vaxtamun og mun lægri lántökugjöldum en tíðkast innan bankakerfisins, enda er okkur ekki ætlað að vera gróðastofnun heldur ein- ungis að standa undir rekstri okkar og lánastarfsemi. Eg er sannfærður um að ef íbúðarlánin yrðu færð yfir í bankakerfið mundu vextir á íbúðarlánum hækka og greiðslubyrði fjölskyldna vegna húsnæðislána þyngjast. Þannig að ég sé ekki rökin fyrir slíkri uppstokkun á hús- næðislánakerfinu meðan íbúðalánasjóður getur veitt þetta góða þjónustu á betri kjörum en aðrir,“ sagði Guð- mundur Bjamason að lokum. NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2002 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.