Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 3
Frá kvörtunarþjónustunni Sjúkdómatrygging Starfsfólk leiöbeinirtga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna, frá vinstri: Brynhildur Pétursdóttir starfsmaöur Neytendasamtakanna á Akureyri, Ingibjörg Magnúsdóttir fulltrúi, Ceir Marelsson lögfræðingur, Sesselja Ásgeirsdóttir fulltrúi og Ólöf Embla Einarsdóttir lögfræðingur og stjórnandi leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar. Haustið 2002 var leitað til Neytendasam- takanna vegna synjunar Lífís á kröfu í sjúkdómatryggingu. Viðkomandi var ekki félagsmaður en gekk í samtökin til að njóta aðstoðar kvörtunarþjónustunnar í málinu. Forsaga málsins er sú að árið 1998 fékk félagsmaðurinn sér, hér eftir nefndur Karl, sjúkdómatryggingu hjá Lífís upp á kr. 5.000.000. I júní 2001 fór Karl að finna fyrir vaxandi óþægindum í höfði og í desember 2001 var tekin tölvusneiðmynd af höfði hans og segulómun framkvæmd. Rannsóknin var svo endurtekin þrisvar sinnum fram til september 2002. Niðurstaða allra rann- sóknanna var að um góðkynja fituæxli (lipoma) væri að ræða en rannsóknirnar voru framkvæmdar af þremur sérfræðing- um: heilaskurðlækni, krabbameinslækni og lækni sérfróðum á sviði myndgrein- ingarrannsókna. í júlí 2002 sendi Karl bréf til Lífís ásamt læknisvottorði og gerði kröfu á greiðslu úr sjúkdómatryggingu sinni. Af hálfu trygg- ingafélagsins var kröfu hans hafnað með bréfi 20. september og sú ástæða tilgreind að ekki væri um nægilega nákvæma sjúk- dómsgreiningu að ræða, auk þess sem veikindin þyrftu að valda varanlegri truflun á taugastarfsemi, með eða án uppskurðar, til að um bótaskyldu væri að ræða. Karl var afar ósáttur við svör trygginga- félagsins enda búið að segja honum að betri greining yrði ekki fengin án áhættu- samrar heilaskurðaðgerðar en hana hafði heilaskurðlæknir þegar metið óþarfa. Að auki fann Karl hvergi í skilmálum trygg- ingarinnar skilyrðið um varanlega truflun á taugastarfsemi. Við svo búið ákvað Karl að snúa sér til Neytendasamtakanna og tóku lögfræðingar samtakanna málið upp á sína arma. Þann 15. október sendu samtökin Lífís bréf þar sem áréttuð var sú afstaða að næg gögn hefðu verið lögð fram til að fallast á bótarétt og því hafnað að varanlega truflun á taugastarfsemi þyrfti til greiðslu bóta, enda væri það skilyrði ekki að finna í skilmálum tryggingarinnar. Gerð var krafa um viðurkenningu á bótarétti eða að öðr- um kosti betri rökstuðning fyrir synjun og upplýsingar um hvað vantaði upp á sjúk- dómsgreiningu. í svari Lífís til Neytenda- samtakanna var framangreint skilyrði um varanlega truflun á taugastarfsemi dregið til baka og upplýst að vegna álitamálsins hafi Lífís ákveðið að óska eftir greinargerð frá sérfræðingi í geislagreiningu og mynd- greiningu miðtaugakerfis um áreiðanleika segulómunar við greiningu á fituæxli. Greinargerð sérfræðingsins barst rétt fyrir áramótin 2002-2003 og töldu Neytenda- samtökin þá málið í höfn enda var niður- staðan að mati samtakanna í hnotskurn sú að segulómun væri „nákvæmasta og kröftugasta greiningaraðferðin í dag". En því miður var Lífís enn ekki sammála og sagði félagið það sitt mat af lestri álitsins að með segulómun væri ekki hægt með fullri vissu að greina hvort um fituæxli væri að ræða eða ekki. Þrátt fyrir framangreinda niðurstöðu sagðist VÍS reiðubúið til sátta í málinu og bauð greiðslu á kr. 2.000.000 án viðurkenningu á bótaskyldu. Bæði Karl og Neytendasamtökin undruð- ust mjög synjun Lífís. Mæltu samtökin ekki með því að sáttatilboði tryggingafélagsins yrði tekið en vitanlega átti Karl bæði kvölina og völina. Hans ákvörðun var að hafna tilboði tryggingafélagsins og fól hann lögfræðingum Neytendasamtakanna að senda bréf fyrir sig. Var það auðsótt mál og nýttu lögfræðingarnir tækifærið og lýstu þeirri skoðun Neytendasamtakanna að synjun Lífís á bótakröfu Karls væri sam- tökunum óskiljanleg. Sömuleiðis var tekið fram að ef afstaða Lífís til málsins breyttist ekki yrði því skotið til tjónanefndar vátrygg- ingafélaganna. Sú varð raunin og komst tjónanefnd að eftirfarandi niðurstöðu: Af gögnum málsins má ráða að þrír sér- fræðingar telja langlíklegast að tjónþoli sé með góðkynja fituæxli í heila. í 7. gr. vátryggingaskilmála kemur fram að vá- tryggingin greiðir bætur þegar vátryggður greinist með góðkynja heilaæxli innan höf- uðkúpu þó með þeirri undanþágu sem í ákvæðinu koma fram. Lífís hefur ekki sýnt fram á að þær undanþágur eigi við í þessu máli. Tjónið bætist. Lífís tók ákvörðun um að una niðurstöðu tjónanefndar. Var sú ákvörðun Karli mikill léttir enda málarekstur af þessu tagi mjög slítandi ogerfiður. Starfsfólk Neytendasam- takanna gladdist einnig heilshugar yfir þess- um málalyktum. Aðeins fyrir borgarbúa! Kona búsett á Akureyri hafði samband við Neytendasamtökin vegna viðskiptahátta verslunarinnar Zöru í Smáralind. Konan hafði keypt sér flík í búðinni og hafði áhuga á að kaupa aðra samskonar flík og fá hana senda í póstkröfu. Hún hringdi því í verslunina og fékk þá að vita að hvorki væri sent í póstkröfu né hægt að taka við greiðslu í gegnum bankareikning. Konan spurði þá hvort hún gæti fengið sendan vetrarlistann og fékk þá þau svör að það þjónaði engum tilgangi að vera að senda listann út á land þar sem verslunin stæði hvort eða er ekki í neinu sendingarveseni. Konunni fannst þetta súrt í broti enda til þessa tryggur viðskiptavinur Zöru. Starfsmaður Neytendasamtakanna fannst þetta einkennileg þjónusta í meira lagi og hafði samband við verslunarstjóra Zöru sem staðfesti að verslunin sendi ekki í póst- kröfu þar sem kassakerfið byði ekki upp á það. Viðskiptavinur sem ætlaði að versla við Zöru þyrfti því annað hvort að mæta í verslunina eða láta einhvern kaupa fyrir sig. Verslunarstjórinn sagði ekkert því til fyr- irstöðu að senda lista út á land en annars væri þetta bæklingur sem viðskiptavinir fengju með í pokann og ekki pöntunarlisti. Nú eru engin lög sem skylda verslanir til að senda vörur í póstkröfu. Hins vegar er það mjög fátítt að Neytendasamtökin fái kvartanir sem þessar. Reyndar virðist það fremur vera raunin að verslanir sendi vörur landshluta á milli og veiti landsbyggðar- fólki mjög góða þjónustu. Bæklingar verslana eru í besta falli góð auglýsing en að sjálfsögðu er verslunum í sjálfsvald sett hvort þær senda þá út til hugsanlegra viðskiptavina. NEYTENDABLAOIÐ 3. TBL. 2003 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.