Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 6
Hagnaðarsprenging bankanna - á kostnað viðskiptavina Undanfarin ár hafa verið bönkum og fjármálastofnunum einstaklega gjöful og stefnir í meiri hagnað á þessu ári en áður eru dæmi um. Niðurstaða úttektar sem Neytendasamtökin hafa látið gera um starfsemi banka og sparisjóða er sú að stóran hluta hagnaðarins megi rekja til óeðlilega mikils vaxtamunar og sívax- andi tekna af þjónustugjöldum sem við- skiptavinum er gert að greiða. Hlutfalls- lega eru nettóvextir og þjónustutekjur að jafnaði helmingi hærri hér á landi en í Danmörku og Svíþjóð og um 60 prósent hærri en í Noregi og Finnlandi. Þá leiða fyrstu niðurstöður úttektarinnar í Ijós að viðskiptamenn bankanna fá í engu að njóta aukinnar hagkvæmni í rekstri bankanna. Ábati bankanna af henni renn- ur þess í stað beint í vasa eigendanna í formi aukins hagnaðar. Eðlilegt er að bankar og aðrar fjármála- stofnanir sýni viðunandi afkomu og ganga megi út frá því að rekstur þeirra sé traustur. í úttekt Neytendasamtakanna er hins vegar litið til þess hvernig hinn mikli hagnaður bankanna hefur myndast og hvort hann er í einhverju samræmi við það sem almennt tíðkast í íslensku viðskiptalífi. Niðurstaðan er sú að hagn- aður og arðsemi bankanna sé í algjörum sérflokki miðað við hagnað annarra fyrirtækja sem skráð eru á Kaupþingi íslands. Bankarnir græöa sem aldrei fyrr Það sem af er þessu ári hefur árað sérstak- lega vel hjá bönkunum og öðrum fjár- málastofnunum. Hagnaður hefur aldrei verið meiri en nú eða um 8,1 milljarður króna fyrir skatta hjá viðskiptabönkun- um þremur (Landsbanka, íslandsbanka og Kaupþingi Búnaðarbanka) á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaðurinn hefur því aukist um nær helming milli ára. Ef síðari helmingur ársins verður jafn góð- ur má fastlega reikna með að hagnaður bankakerfisins alls verði um 20 milljarðar króna á árinu. Engin önnur fyrirtæki á landinu geta sýnt fram á viðlíka afkomu og sambærilega aukningu hagnaðar milli ára (nema tryggingafélögin). Þá er athygl- Hluttallslegur vaxtamunur og þjönustutekjur i % janúar til júni og 2UUá Kaupþing Landsbankinn íslandsbanki Samtals bankar Búnaðarbanki Hagnaður viðskiptabankanna í milljónum króna janúar til júní 2002 og 2003 8.000 Kaupþing Landsbankinn íslandsbanki Samtals bankar Búnaðarbanki isvert að annar ársfjórðungur þessa árs virðist vera enn arðsamari en sá fyrsti þannig að bankarnir eru heldur að bæta í eftir þvísem líður á árið. Hagnaður á öðr- um ársfjórðungi jókst um hvorki meira né minna en um 254 prósent miðað við sama tíma 2002. í krónum talið nam hagnaðurinn nærri sex milljörðum króna hjá viðskiptabönkunum þremur frá apríl til júní á þessu ári. Sé litið á ávöxtun eigin fjár (það fé sem eigendur hafa lagt til og myndast hefur með hagnaði hjá fyrirtækinu) kemur í Ijós að arðsemin mælist nærri 18 pró- sent á fyrstu sex mánuðum ársins, sam- anborið við 15,6 prósent á sama tíma 2002. Til samanburðar má nefna að hæsta raunávöxtun sem viðskiptamenn bankanna gátu fengið af innlánum nam á sama tíma um sex af hundraði eða að- eins þriðjungi þeirrar raunávöxtunar sem eigendur bankanna nutu. Hjá öðrum stórum, íslenskum fyrirtækjum er ávöxt- un eigin fjár mun lægri eða að jafnaði innan við 12 prósent á fyrri hluta þessa árs. Arðsemi íslenskra banka ereinnigall- miklu meiri en almennt tíðkast á hinum Norðurlöndunum. 6 NEYIENDABIAÐIÐ 3. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.