Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 18
Heimasíða um Open Source forrit
t> S, a e
www.nordic *
/j .cr.eocp.p. i ,id i £ r^"
Eitt af mörgum verkefnum sem neytenda-
svið Norrænu ráðherranefndarinnar
fjármagnar er uppsetning og viðhald
á vefsíðu um Open Source Software
(OSS), þ.e.a.s. forrit með opinn aðgang.
Fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum
hafa tekið þátt í þessu verkefni og Neyt-
endasamtökin koma þar að. Vefsíðan
www.nordicos.org var vígð á sameig-
inlegum fundi neytendamálaráðherra
á Norðurlöndunum þann 28. ágúst sl.
Má með sanni segja að þessi vefsíða hafi
slegið í gegn strax á fyrsta degi og henni
sýndur mikill áhugi bæði af fagfólki, fjöl-
miðlum og venjulegum notendum.
Þau forrit sem eru á www.nordicos.org
eru fyrst og fremst ætluð almennum
neytendum og kappkostað er að gera
síðuna eins notendavæna og hægt er.
Forritin sem hægt er að nálgast og hlaða
niður af heimasíðunni eru öll ókeypis.
Forritin eru flokkuð eftir notkunarþörf.
Flokkarnir eru: heimilisnotandinn, börn,
hljómflutningur, grafík, stýrikerfi (Linux),
atvinnurekstur. í flestum flokkum eru
fleiri en eitt forrit og hafa þau náð ein-
hverri útbreiðslu ítölvugeiranum, einsog
OpenOffice, Mozilla og Apache. Mark-
miðið er að bæta inn fleiri forritum sem
standa undir skilgreiningu Open Source.
Kynningarsíðurnar eru á ensku og á öll-
um Norðurlandamálum, þar með talið
íslensku. Neytendablaðið hvetur alla
sa rt' bs se :a aa
tölvunotendur til að kynna sér
þessa heimasíðu.
Open Source er nánar skilgreint
sem opinn aðgangur að frum-
texta forrits. Útbreiðsla OSS
verður stöðugt víðtækari um
allan heim. Það sem hamlaði
forritaþróun áður en OSS varð
aðgengilegt var að frumtextar
forrits eru yfirleitt læstir þannig
að forritarar höfðu ekki beinan
aðgang að því til að breyta og
aðlaga forrit eða stýrikerfi að þörfum not-
andans. Varð það til þess að notendur
sátu uppi með hefðbundið læst líkan af
hugbúnaði sem ekki aðlagaðist notandan-
um, helduröfugt. Stórir hugbúnaðarrisar
hafa því getað náð afgerandi markaðs-
stöðu í heiminum og ráðið algerlega
hvaða forrit þeir vilja fella að sínum
hugbúnaði og ekki nóg með það heldur
hefur verðlækkun á hugbúnaði engan
veginn fylgt útbreiðslu hugbúnaðarins
eins og oft gerist þegar einn risi hefur
náð yfirburðastöðu á markaði.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
sakar Microsoft um að nýta sér einok-
unarstöðu sína og útiloka önnur forrit
frá markaðnum. Einnigferframkvæmda-
stjórnin fram á að Microsoft opni aðgang
að frumtexta hugbúnaðar síns til að
önnur hugbúnaðarfyrirtæki geti þróað
forrit sem falla að útbreiddasta stýrikerfi
ir
norm»l home u»er, lomeone xho w»nO to r
and surf the Intrrnet. Wh»t proúucts couM v
ttie ‘ ■ jMn.-. section here you will find » list of the mos'
common open source produrts. »s weli as Information
rclating to e»ch product. E»ch ol the products h»s been
categonsed to heip vou easily filter those that interest
product does. It'S history »nd where to do<tnlo»d 0, as
more Information on what Open Source is. K's history
and some more details about the IKensing Involved
GhOMC Offke replacement lei
heims, Windows. Þetta mál er dæmi um
það hvers vegna nauðsynlegt er að halda
OSS á lofti og tilgangur heimasíðunnar
www.nordicos.org er að létta aðgengi
neytenda að forritum sem unnin eru sani-
kvæmt Open Source skilgreiningunni.
Margir hafa nýtt sér OSS og dæmi eru
um að fyrirtæki og stofnanir á Norður-
löndum hafi leitast við að skipta hugbún-
aði út fyrir OSS. Fram hefur komið að
miklir fjármunir sparast á því að skipta út
einkaleyfishugbúnaðinum fyrir þessa teg-
und forrita. Dönsk stjórnvöld hafa tekið
þá stefnu að opinberar stofnanir noti
OSS þar sem mögulegt er. Vandamál því
samfara felast þó í íhaldssemi notenda
og erfiðleikum við að tileinka sér nýtt
ritvinnsluforrit, töflureikni eða póstforrit
sem eru algengustu forritin á almennum
vinnustöðum.
Ertu með netfang?
Hvergi er netnotkun almennari en hjá
okkur íslendingum. Það býður upp á
ýmsa möguleika. T.d geta félagasamtök
eins og Neytendasamtökin verið í miklu
nánara sambandi við félagsmenn sína
og það vilja Neytendasamtökin reyna
að gera.
Tilgangur okkar er meÖal annars
eftirfarandi:
• Fá álit ykkar á starfi samtakanna og
einstökum þáttum þess.
• Hver eru mikilvægustu áherslumálin
hverju sinni ?
• Hvaða efnisþættir í Neytendablaðinu
og á heimasíðunni eru mikilvægastir?
• Kynna ykkur möguleika ykkar sem
félagsmanna.
• Kynna ykkur starf og uppákomur sem
framundan eru.
• Leita álits á málum.
• Skipuleggja samtakamátt neytenda.
Til að ná þessu takmarki ætla Neyten-
dasamtökin að koma upp netfangaskrá
félagsmanna. Ef þú hefur áhuga, og
það vonum við svo sannarlega, sendu
okkur þá eftirtaldar upplýsingar: Nafn,
kennitala og netfang. Það má gera með
tölvupósti: ns@ns.is, í síma: 545 1200
eða í símbréfi: 545 1212.
Það skal tekið fram að póstlisti Neyten-
dasamtakanna er byggður upp á annan
hátt og ef þið eruð skráð þar þarf engu
að síður að láta okkur vita ef þið viljið
vera á netfangaskrá félagsmanna, enda er
sú skrá aðeins ætluð félagsmönnum en
póstlistinn er öllum opinn.
Þeir félagsmenn sem ekki hafa netfang en
vilja engu að síður taka þátt í þessu geta
það auðveldlega. Þeir |turfa aðeins að
senda okkur upplýsingar um nafn, heimil-
isfang og kennitölu og fá þá sent í pósti
allt efni sem sent er á netfangaskrána.
Verum virkir félagsmenn og skráum
okkur á netfangaskrána!
18 NEYTENOABLA0IÐ 3. TBL. 2003