Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 2
Fákeppni á ábyrgð fyrirtækja og stjórnvalda I þessu blaði er fjallað ítarlega um þrjár gerðir markaða mikilvæga neytendum; matvörumarkaðinn, vátryggingamarkað- inn og bankamarkaðinn. í öllum tilvikum byggir þessi umfjöllun á nýlegum skýrsl- um. Skýrslurnar um vátryggingamarkaðinn og bankamarkaðinn eru unnar sérstaklega fyrir Neytendasamtökin, en skýrslan um matvörumarkaðinn er unnin af Stefáni Ragnari Guðjónssyni sem lokaverkefni til B.S.-gráðu í rekstrar- og viðskiptafræðum við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Skýrslan um vátryggingamarkaðinn er á heima- síðu Neytendasamtakanna, www.ns.is en vinnslu skýrslunnar um bankamarkað- inn er ekki að fullu lokið þegar þetta er skrifað. Niðurstöður þessara þriggja skýrslna um hvernig háttar til á þessum þremur mörkuð- um eru mjög svipaðar: • Samkeppni er takmörkuð, fákeppni er allsráðandi. • Fækkun fyrirtækja og keðjumyndun, fáir stórir aðilar ráða. • Fækkun aðila á markaði er skýrð sem nauðsynleg hagræðing. • Samþjöppunin leiðir til hærra verðs til neytenda. • Hagnaður er mikill og fer í mörgum tilvikum ört vaxandi. • Hagnaðurinn fer allur til eigenda, neytendur njóta einskis. Matvörumarkaðurinn og vátryggingamark- aðurinn hafa verið undir smásjá samkeppn- isyfirvalda að undanförnu og vonandi fylgjast sömu yfirvöld vel með þriðja mark- aðnum, starfsemi banka og sparisjóða og viðskiptumþeirrameð peningasparifjáreig- enda og skuldara. Ekki veitir af eins og sjá má í grein í blaðinu um þennan markað, í maí 2001 gaf Samkeppnisstofnun út skýrslu um matvörumarkaðinn. Þar kemur fram að þegar ein keðjan hafði yfirburða- stöðu og hinar keðjurnar höfðu staðsett sig í samræmi við það hækkaði verðið í búðunum. Hagræðingin skilaði neytend- um hærra verði en ekki lægra eins og hefði mátt ætla ef samkeppnin hefði verið eðlileg. Raunar heldur Stefán Ragnar því fram að Baugur hafi tekið við hlutverki Verðlagsstofnunar sálugu sem ákvarð- aði hámarksverð og hámarksálagningu. Nú ræður Baugur hvað við borgum fyrir soðninguna og allt hitt sem við kaupum í matvöruversluninni. Og mörgum ráðum er beitt til að bátnum sé ekki ruggað enda þarf að halda „stöðugleikanum". Þessum ráðum er vel lýst íáðurnefndri skýrslu Sam- keppnisstofnunar (sjá www.samkeppni.is). Við nutum nefnilega virkrar samkeppni á matvörumarkaði áður en keðjurnar komu en þá var draumurinn úti. Eins og áður sagði hefur vátryggingamark- aðurinn verið undir smásjá samkeppnisyf- irvalda. í Ijós hefur komið að fyrirtæki á þessum markaði hafa haft með sér samráð til að koma nýjum keppinautum af mark- aði. Þannig tókst þeim með undirboðum og viðskiptahindrunum að koma í veg fyrir samkeppni. Frá því að þetta varð hafa flest- ar tryggingar heimilanna hækkað og sumar mjög mikið, sérstaklega skyldutryggingar (ábyrgðartryggingar bíla og brunatrygging- ar húsnæðis). Fyrirtækjum með alhliða vátryggingastarfsemi hefur fækkað mikið í nafni „hagræðingar" en alltaf fara neytend- ur á mis við ávinninginn. í greininni um banka- og sparsjóðamarkað- inn má lesa slæmar fréttir fyrir neytendur, en að sama skapi góðar fyrir eigendurna og fyrirtækin sjálf. Sameining og kaup á samkeppnisaðilum hafa verið daglegt brauð, allt í nafni hagræðingar. Því mið- ur virðist öll hagræðingin hafa skilað sér í vasa eigenda eða í sjóði fyrirtækjanna. Að sögn talsmanns þessara fyrirtækja má skýra mikinn hagnað nú með verðbréfa- braski og kannski einhverjum gengisgróða. Ef betur er að gáð kemur í Ijós að helsta skýringin er auknar tekjur af vaxtamun og þjónustugjöldum. Sem sagt, aukinn gróði á kostnað neytenda og litlu fyrirtækjanna. Stóru fyrirtækin geta jú alltaf farið með viðskipti sín til erlendra banka makki þeir innlendu ekki rétt. Og þá eru vaxtakjörin önnur en jóni og Gunnu bjóðast. Þegar rætt er um fákeppni og einokun er þvf miður af miklu fleiru að taka. Olíufé- lögin eru sérkapítuli, en einnig má nefna byggingavörur, verslun með bækur og rit- föng, lyfjaverslun og eins samgöngur þótt vissulega hafi vorað fyrir neytendur í ferða- lögum út fyrir landsteinana. Síðasta dæmið sýnir okkur að það eina sem treystir stöðu neytenda er virk samkeppni. Stjórnvöld og stofnanir þeirra eiga að tryggja neytendum samkeppni. Ábyrgð þeirra er því mikil. En ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra er þó mest. Frá kvörtunarþjónustunni 3 Tryggingamarkaðurinn 4 Fjármálamar kaúurinn 6 Gæðakönnun á stafrænum myndavélum 9 Verðþróun á matvælamarkaði 12 Úþarft eöa ómissandi 14 Gæðakönnun á prenturum 15 □pen source 18 Nikkel í vörum 19 Erfðabreytt matvæli 20 Erfðabreytt bygg á íslandi 21 ASÓ-litarefni í matvælum 22 % /. Blaðið er prentað á / umhverfisvænan hátt. 141 ™ Prentað efni NEYTENDABLAÐIÐ 3.tbl., 49. árg. - október 2003 Útgefandi: Neytendasamtökin, Síðumúla 13, 108 Reykjavík Sími 545 1200 Fax 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is ÁbyrgÖarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritnefnd: Brynhildur Pétursdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Þórólfur Daníelsson, Þuríður Hjartardótlir Umsjón með gæðakönnunum: Ólafur H. Torfason Yfirlestur: Laufey Leifsdóttir Umbrot og hönnun: Stíll ehf. Prentun: Hjá GuðjóniÓ ehf. - vistvæn prentsmiðja Pökkun: Bjarkarás Upplag: 13.000 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasam- tökunum Ársáskrift: 3.300 krónur og gerist áskrifandi um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasam- takanna. Upplýsingar úr Neytenda- blaðinu er óheimilt að nota í auglýs- ingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: haust3 2 NEYTENDABLA0IÐ 3.TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.