Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 16
Canon Í550 - sá þriðji ódýr-
asti af 4 stjörnu prenturum,
fékkst á 16.900 í Tæknibæ.
Canon Í950 - alldýr
gæðaprentari sem fékkst á
49.900 í Nýherja.
HP Deskjet 5550 - ódýrasti prentar-
inn í hópi þeirra sem hlutu hæstu
heildargæðaeinkunn að þessu sinni
og fékkst á á 12.900 í Odda.
HP Photosmart 7150
- næstódýrasti gæðaprent-
arinn, fékkst á 14.900 hjá
Bræðrunum Ormsson.
einkum Epson, svo að þeir hætti ekki
að prenta eftir aðvaranir hugbúnaðarins.
Við mælum ekki með því, þetta getur
verið hættuspil og skemmt prentarann.
- Ekki er alltaf hægt að spara með því að
kaupa ódýrari (grófari) gerðir af pappír
fyrir blekprentara. Slíkar gerðir draga í
sig meira blek en hinar dýrari (sléttari,
hálli) og auka því kannski kostnað frem-
ur en hitt.
HollráÖ
- Kauptu helst prentara með sérstöku
prenthylki fyrir hvern lit. Þegar einn klár-
ast þarftu ekki að kaupa hina litina aftur
eins og í prenturum sem nota eitt prent-
hylki fyrir alla litina.
- Þegar aðvörun kemur um að Iftið blek
sé eftir skaltu tryggja þér strax að þú hafir
annað hylki tiltækt en þú þarft ekki endi-
lega að hætta að prenta nema hugbúnað-
urinn stöðvi þig. Prentaðu þar til þú sérð
að prentgæðum fer að hraka. Skiptu þá
bara um þann lit sem er að klárast.
- Ef þú notar geislaprentara og getur
breytt hugbúnaðarstillingum um aðvaran-
ir (t.d. valið „ignore low toner warnings")
geturðu prentað áhyggjulaust alveg þar
til prentgæðum fer að hraka.
- Ekki fikta í stillingum, sérstaklega ekki á
Epson-prenturum, þótt þú finnir leiðbein-
ingar eða hafir búnað til að fullnýta blek-
hylkin. Slíkt getur skemmt prentarann.
Skoðaðu a.m.k. vel ábyrgðarskilmála
áður en þú hreyfir við einhverju í búnaði
eða stillingum prentarans, handvirkum
eða rafrænum (t.d. „re-flash").
Blek eða geisli?
Þótt geislaprentarar (laser-prentarar) séu
flestir mun dýrari en blekprentarar eru
þeir hraðvirkari og hagkvæmari í rekstri.
Bæði pappírs- og litarefniskostnaður
geislaprentara er brot af því sem notend-
ur blekprentara eru vanir. Ef notandinn
ætlar t.d. fyrst og fremst að prenta svart-
an texta í verulegu magni er lítill geisla-
prentari heppilegri þótt hann sé eitthvað
dýrari. Verð slíkra geislaprentara hefur
lækkað verulega á undanförnum árum.
Litlu máli skiptir með geislaprentara á
hvers konar pappír litmyndir er prentað-
ar. Með honum geturðu prentað þokka-
lega litljósmynd á 80 gr. pappír og hún
yrði litlu eða engu betri þótt þú notaðir
dýrari pappír. En auðvitað er blekprentun
á viðeigandi pappír í hærrigæðaflokki.
Gæðakönnun á 18 bleksprautuprenturum Prentarar sem voru í gæðakönnun ICRT og fengust hérlendis í sept. 2003. Prenturunum er hér raðað í stafrófsröð. Gefnar eru einkunnir á kvarðanum 1-5 þar sem 1 er lakast og 5 best. Heildargæðaeinkunn er byggð á fleiri einkunnum en hér er greint frá. I markaðskönnuninni á www.ns.is eru 50 bleksprautuprentarar og 15 geislaprentarar. ©Neytendasamtökin/ICTR Z=3 it: UJ «=r <z3 CJD or CD =3 cn CL> CD ÍZÍ ZJZ =5 . f— * c= co Q _£2 ca. Q. Q az 03 E =3 ‘CD cr oo =3 J5 a. Q. =3 ca 03 E Q Q 03
Vörumerki Gerð Staðgreiðsluverð Seljendur LU Z3= LLJ ^ CXl LO Q_ LO *æ CS3
Canon Í320 9.900 (1) Elko, Nýherji 3 3 3 4
Canon Í550 16.900 (2) Elko, Nýherji, Oddi, Tæknibær, Tölvulistinn 4 4 4 4
Canon S830D 44,900 Nýherji 4 3 2 3
Canon Í850 26.900 (3) Elko, Nýherji 4 4 4 4
Canon Í950 49,900 Nýherji 4 4 2 4
Epson Stylus C42 Plus 6,995 Elko 3 3 2 3
Epson Stylus C62 9.900 (4) Hans Petersen, Þór 3 3 4 3
Epson Stylus C82 18.900 (5) BT, EJS, Elko, Hans Petersen 3 3 4 3
Epson Stylus Photo 915 23.900 (6) BT, Elko 4 3 2 3
Epson Stylus Pboto 925 29.999 (7) BT, Hans Petersen, Þór 4 3 2 3
HP Photosmart 7550 29.900 (8) Samhæfni, Tæknibær, Opin kerfi, Tölvulistinn 4 4 3 4
HP Photosmart 7350 18.990 (9) Elko, Hugver, Oddi, Penninn 4 3 3 4
HP Photosmart 7150 14.900 10) Bræðurnir Ormsson, Oddi, Tölvulistinn 4 3 3 3
HP Deskjet 6122 18.769 (11) EJS, Elko, Oddi 3 3 3 3
HP Deskjet 5550 12,900 Oddi 4 4 3 4
HP DeskJet 3420 6.230 (12) Br. Ormsson, EJS, Griffill, Oddi, Tæknibær, Tölvulistinn 3 3 3 4
Lexmark Z54 11,900 Elko 3 3 4 4
Lexmark Z65 14,900 Elko 3 3 4 3
1B NEYTENDABLAÐIt) 3. TBL. 2003