Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 10
35 þús. kr. en hún fékk Iíka lægstu heild-
argæðaeinkunnirnar. Allar aðrar vélar í
könnunum fengu yfir 3 f heildareinkunn,
en hæst er gefið 5.5.
Canon EOS 10D sem fékk hæstu heildar-
gæðaeinkunnirnar (3,81 fyrir sjálfvirkni
og 4,23 fyrir handvirkni ) kostar hér
215.000 kr. Þetta er líka yfirburðatæki
með yfir 6 megadíla upplausn og margs
konar búnaði. Hægt er að skipta um
linsur og nota venjulegar Canon EF-lin-
sur fyrir 35mm filmuvélar. Myndefnið er
skoðað gegnum linsuna sem er sjaldgæft
á stafrænum vélum. Á henni er sleði fyrir
flass, miklu öflugara en það sem er inn-
byggt í stafrænar vélar. Einnig má hand-
stilla myndatökur mjögfínlega. Þetta auð-
veldar alla möguleika á að beita vélinni á
skapandi hátt. Hún er þó þung, 1,3 kg.,
sem telst mikið á stafræna markaðnum.
Canon EOS 1 D er yfir þrisvar sinnum
dýrari og kostar hvorki meira né minna
en 690.000 kr.
Góð kaup
Olympus C-5050 Zoom sem fékkst hér á
um 90.000 kr. hlaut næst hæstu heildar-
gæðaeinkunnirnar (4,00 fyrir sjálfvirkni
og 4,08 fyrir handvirkni, af 5,5 möguleg-
um). Hún hefur margs konar gagnlegan
búnað, er þægileg í notkun en þó dálítið
þung, um 500 gr. í henni eru góð kaup
fyrir fólk sem vill splæsa í hágæðavél
sem er þó ekki af atvinnumannastaðli.
Sony Cybershot DSC-P72 sem fékkst hér
á um 40 þús. kr. hlaut heildareinkunnirn-
ar 3,58 (fyrir sjálfvirkni) og 3,71 (fyrir
handvirkni). Þetta er gott tæki fyrir fólk
sem vill einfalda en trausta vél á sann-
25 stafrænar myndavélar í gæðakönnun ICRT sem fengust hérlendis í sept. 2003
©Neytendasamtökin/ICTR
Vörumerki Gerð Verslanir Stað- greiðslu- verð kr. Upplausn, megadílar Þyngd m. rafhlöðu, ól og minnis- korti, gr. Myndskerpa Litgæði, sjálfvirk
Canon Digital IXUS V 3 Hans Petersen 59,900 3.3 220 4.4 2.9
Canon PowerShot G3 Nýherji 89,900 4.1 525 3.3 2.9
Canon Digital Ixus 400 Elko, Hans Petersen, Nýherji 64,900 4.1 231 4.3 3.1
Canon Powershot A 70 Elko, Nýherji 39.900 (1) 3.3 316 3.5 3.1
Canon Powershot S50 Hans Petersen, Nýherji 84,900 5.3 318 4.3 3.2
Canon EOS 10D + EF 17-40mm 4.0L Hans Petersen, Nýherji 215,000 6.5 1,343 5.4 3.1
Casio Exilim EX-S2 Heimilistæki 34,990 2.11 108 1.4 3.3
Casio QV 5700 Elko 59,900 5.36 496 3.5 3.8
Casio Exilim EX-Z3 Heimilistæki 49,995 3.34 147 2.3 3.4
Fujifilm FinePix S2Pro + Nikkor AF18-35 D Ljósmyndavörur 240,000 6.49 1287 5.0 2.6
Fujifilm FinePix S 304 Ljósmyndavörur 59,900 3.34 397 3.9 3.4
HP Photosmart 850 Elko 64,900 4.13 516 4.0 3.7
Kodak EasyShare LS 633 Zoom Hans Petersen 49,900 3.1 240 2.4 3.7
Minolta Dimage 7 Hi Sjónvarpsmiðstöðin 124,990 5.2 687 4.2 3.4
Nikon Coolpix 3100 Bræðurnir Ormsson 47,900 3.34 219 2.5 3.7
Olympus C-5050 Zoom Bræðurnir Ormsson 89,900 5.26 510 4.1 3.4
Olympus Stylus p 300 Digital Bræðurnir Ormsson, Elko 43.900 (2) 3.34 197 2.6 3.2
Olympus Camedia C-350 Zoom Bræðurnir Ormsson, Elko 33.900 (3) 3.34 222 2.6 3.8
Olympus C 740 Ultra Zoom Bræðurnir Ormsson 69,900 3.34 419 2.7 3.6
Pentax Optio S Ljósmyndavörur 49,900 3.34 122 2.8 3.3
Ricoh Caplio G3 Fákanes 35,950 3.34 210 2.3 2.6
Samsung Digimax V4 Fákanes 45,900 4.1 224 3.3 5.1
Sigma SD9 Digital + Sigma AF 20-40 EX Fótóval 200,000 3.54 1,599 3.9 3.8
Sony Cybershot DSC-P72 Aco Tæknival, BT, Elko 37.900 (4) 3.34 258 3.1 3.4
Sony Cyber-Shot DSC-U20 Aco Tæknival 37,950 2.11 119 1.6 3.1
Athugasemdir: (1) Á þessu verði hjá Elko, kostar 44.900 krónur hjá Nýherja. (2) Á þessu verði hjá Elko, kostar 49.900 krónur hjá
Bræðrunum Ormsson. (3) Á þessu verði hjá Elko, kostar 34.900 krónur hjá Bræðrunum Ormsson. (4) Á þessu verði I Elko, kostar 39.999 hjá
BT og 42.950 krónur hjá Aco Tæknivali.
10 NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2003