Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 14
Óþarft eða ómissandi? íslenskir neytendur hafa aðgang að markaði sem virðist yfirfullur af öllu. Því reynir núorðið mjög á hugkvæmni fram- leiðenda og seljenda þegar framboðið er aukið. Hugkvæmnin birtist m. a. í því að algengar, hversdagslegar vörur fá ný heiti. Langt er síðan venjulegt kjöt varð að grillkjöti að sumarlagi og venjuleg kerti að jólakertum á aðventunni. Slík umbreyting er nú mjög almenn og helst í hendur við nýjar freistingar á vörumark- aðnum. Þar eru okkur sífellt boðnar nýjar vörur sem auka ánægju og þægindi, og bæta útlit og líðan. Sem dæmi er nú orðið hægt að kaupa klúta með efni sem gerir okkur sólbrún sé þeim strokið yfir andlitið, nú eða allan líkamann. Heiti eins og brúnkuklútur og brúnkuklefi geisla ekki af glæsileika en segja sitt um þægindin sem þarna eru boðin til kaups. Sömuleiðis er miðað að auknum þægind- um þegar okkur eru boðnar morgunverð- arvélar, og jafnt og þétt fjölgar einföldum leiðum til að grennast og geisla af orku. Það er að mörgu leyti fróðlegt að fylgjast með því hvernig nýjungar á markaðnum eru kynntar í auglýsingum og fréttapistl- um. Ensk heiti undirstrika að eitthvað nýtt er á ferðinni og íslensk orð öðlast nýja merkingu. Oft er verið að bjóða nýj- ar leiðir til að láta gamla drauma rætast. í fyrri rammanum er yfirlit með dæmum um þetta en í þeim seinni um nýstárlega þjónustustarfsemi. Upptalningin byggir á ýmsu af því sem hefur verið auglýst undanfarna mánuði til þæginda og ynd- isauka. Lesandinn getur velt því fyrir sér hvað muni talið til nauðsynja þegar tímar líða - og hvað gleymist. Ef litið er lengra segir yfirlitið líka sitt um það hvílfkur auglýsingakostnaður er far- inn að hvíla á neytendum. Eigi fyrirtækin að lifa af harðsóttar markaðssóknir sínar og vöruþróun verður að greiða auglýs- ingakostnaðinn við einhvern kassa. Upp- átæki þeirra reynast því oft lítil blessun fyrir neytendur. Það sem sett er innan gæsalappa er tekið beint upp úr nýlegum auglýsingum eða kynningarpistlum. 14 NEYTENDABLAÐI0 3. TBL. 2003 Mýjabrum á markaðnum Nýjar vörur Brúnkuklútar: Gera notandann „sólbrúnan". Body Art: Air Brush Tattoo: „Skreyttu sólbrúnan kroppinn". Feelfine: „Drykkur morgundagsins, -eng- in þynnka, - aukin orka, - betri líðan". Krakkaplástur: „Róar æst og pirruð börn". Kjúklingastandur: Teflonhúðaður bakki fyrir grilleldamennsku. „Hólf fyllt með bjór, víni eða ávaxtasafa. Gerir kjúkling- inn safaríkan og góðan". Micro Peeling húðhreinsiklúturinn: Aug- lýstursem lausninfyrirkonursem hafavið- kvæma húð og „gefur húðinni ferskt útlit og örvar blóðstreymi til húðarinnar". Megrunarmintur: „Megrun hefur aldrei verið svalari. Prófaðu megrunarmintur sem minnka matarlist og auka brennslu". Morgunverðarvél: Tímastillir, kaffivél, sýður egg og ristar brauð. Morning Fit: „Ekki þjást af timburmönn- um í sumar. Fæst í apótekum og stór- mörkuðum". Vigel: Kynörvunarlyf. „Aukin dýpt og tíðni fullnæginga". Ómissandi þjónusta? Léttgreiðslur/léttkaupsútborgun: Vara eða þjónusta keypt með mörgum og þar af leiðandi háum vaxtagreiðslum. Fasteignalífeyrir Búnaðarbankans: Gef- ur 65 ára og eldri kost á að éta upp húsið sitt. Háir vextir flýta fyrir. Hraðstefnumót: Skipulögð samkoma sem gefur þátttakendum von um að finna maka án meiriháttar fyrirhafnar. Kínversk hugræn teygjuleikfimi. Magic Tan hrúnkuklefinn: Fínum úða sprautað yfir allan líkamann sem verður fallega brúnn eftir einnar mínútu með- ferð. Frelsi/málfrelsi: Bindur þann sem kaupir við farsíma. Umboðsmaður íslenska hestsins: Þjón- ustan snýst um kynningu og markaðs- setningu á íslenska hestinum og byggir á samkomulagi landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra frá 8. apríl sl. Auk ráðuneytanna, sem reiða fram almannafé til starfseminnar, styðja Flugleiðir og Kaupþing Búnaðar- banki við þjónustuna. Ný vöruheiti Ferðahandklæði: Stór handklæði. Grillsvuntur: Stórar svuntur. Harry Potter tannburstar: Venjulegir tannburstar með mynd af söguhetjunni eða því sem henni tilheyrir. Líkamsræktarföt: Áður nefnt bolir og leikfimibuxur. Strandpoki: Poki með axlarbandi. Eftir Hörð Bergmann

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.