Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 19
Nikkel í vörum Nikkelofnæmi er alvarlegt vandamál á Vesturlöndum og fer stöðugt vaxandi. Taliðeraðá milli 10-15% kvennaá Norð- urlöndum hafi ofnæmi fyrir nikkel og um 2% karla. Notkun á vörum sem innihalda nikkel orsakar ofnæmið og það varir ævi- langt. Eina leiðin til að halda ofnæminu niðri er að forðast vörur sem innihalda nikkel. Skartgripir eru helstu ofnæmisvald- arnir og skýrir það hærra hlutfall kvenna en karla með nikkelofnæmi. Börn fara ekki varhluta af þessu ofnæmi enda hefur fundist nikkel í leikföngum. Það er líka al- gengt að börn og unglingar noti skartgripi og láti gera göt í eyru, nef og nafla. Þá hefur einnig fundist nikkel í snyrtivörum, m.a. augnháraburstum og augnskuggum. í júní 2001 tók gildi reglugerð sem tak- markar notkun nikkels í vörum sem komast í beina snertingu við húð manna. Reglugerðin gildir á öllu Evrópska efna- hagssvæðinu. Það er samt ekki tryggt að vörur á markaði séu nikkelfríar þótt reglugerðin sé til staðar. Nikkelofnæm- issjúklingur verður þó fljótlega var við það ef ekki er farið eftir reglugerðinni, en vissulega getur verið ergilegt að sitja uppi með vöru sem keypt hefur verið í þeirri góðu trú að varan sé nikkelfrí sem stenst síðan ekki þegar á reynir. Kaupand- inn hefur nokkrar leiðir til að lenda ekki í þeirri stöðu: • Forðast að kaupa ódýrt glingur af götusölum. • Kvarta til seljanda og krefjast endur greiðslu. • Kvarta til Umhverfisstofu þar sem varan uppfyllir ekki skilyrði reglu gerðarinnar. • Kaupa nikkelpróf, það hefur þó ekki fengist hér á landi en Neytendasamtökin auglýsa hér með eftir því. Það er selt í apótek um á Norðurlöndunum og með því að setja tvo dropa á eyrnapinna og nudda við vöruna kemur í Ijós hvort varan inniheldur nikkel því þá verður vökvinn rauður. Prófið kostar um 80 Dkr. í Danmörku og dugir í mörg próf. Ávallt skal þó biðja seljandann um leyfi til að taka prófið. Ef hann neitar hefur kaupandinn vísbendingu um að ekki sé allt með felldu. Nikkel er hvítur málmur sem er meðal annars notaður við yfirborðsmeðhöndl- un og má finna í flestum málmkenndum hlutum, til dæmis mynt, lyklum og belt- issylgjum. Neytendasamtökin hafa fengið ábend- ingar um að ýmsir algengir hlutir kunni að innihalda nikkel eins og höfuðtól fyr- ir síma og vasaútvörp en oftast eru þó hlífar eða þá að ysta lag þessara hluta úr plastefni. Það er Umhverfisstofa sem hefur eftirlit með að reglugerðinni sé framfylgt og sjálfsagt að tilkynna til Um- hverfisstofu ef neytendur telja að verið sé að selja vörur sem innihalda of mikið nikkel sem getur komist í beina snertingu við hörund. KiPPUM PESSU í www.vinbud.is

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.