Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 15
Tölvuprentarar Blekið er blóraböggullinn Gæða- og markaðskönnun I gæðakönnun ICRT voru 25 blekprentar- arogfengust 18 þeirra hérlendis íseptem- ber. I henni voru líka fjórir geislaprentar- ar en enginn þeirra fékkst hér. I markaðskönnuninni á www.ns.is eru 50 blekprentarar. 14 þeirra kostuðu inn- an við 10.000 kr., sá ódýrasti um 3.000 kr. Ellefu gerðir kostuðu yfir 40.000 kr. en sú dýrasta 99.900 kr. I markaðskönnunninni eru líka 15 geislaprentarar á verðbilinu um 24.000 -78.000 kr. Þótt sífellt komi fram nýjar gerðir af blek- prenturum hafa hvorki orðið miklar né mikilvægar breytingar á búnaði þeirra og vinnslu síðustu misseri. Hágæðaprent með þeim tekur enn langan tíma. Blek virðist hafa hækkað í verði og ásamt pappír vera aðaltekjulind framleiðenda. Priggja ára reglan Endingartími blekprentara í mikilli ogfjöl- breyttri daglegri notkun getur verið um þrjú ár og því eðlilegt að miða heildarút- gjöld við slíkt tímabil. Heimilisprentari í takmarkaðri notkun endist að sjálfsögðu miklu lengur. Ódýr prentari getur reynst dýr í rekstri og oft sparast háar fjárhæðir á því að kaupa dýrara tæki. Dæmi: í fljótu bragði geta virst góð kaup í prentara eins og HP Deskjet 3420 á rúmar 6.000 kr., í samanburði við Canon Í850 sem kostar um 27.000 kr. En sérfræðingar ICRT hafa reiknað út að á þriggja ára tímbili með mikilli notkun kann HP-prentarinn að nota pappír og blek fyrir um 250.000 kr. (miðað við núverandi verðlag) en Canon-prentarinn ekki nema fyrir um 90.000 kr. Niðurstað- an er því sú að þótt Canon-prentarinn sé 21 þúsundi króna dýrari sparar eigand- inn sér alls rúmlega 150.000 kr. á þessu tímabili með því að kaupa hann heldur en HP-prentarann, fyrir nú utan það að eiga betra og fullkomnara tæki. Kaup á prentara Ef þú gerir ráð fyrir lítilli notkun er óhætt að kaupa ódýran blekprentara. En ef þú býst við talsverðri eða mikilli notkun spararðu verulega á því að kaupa dýrari blekprentara eða lítinn geislaprentara. I Canon-blekprenturum eru góð kaup fyr- ir flesta stórnotendur. í stórurn dráttum má segja að dýrustu prentararnir séu bestir og þeir ódýrustu lakastir en tæki á milliverði séu öll svipuð að gæðum. Þetta fer þó talsvert eftir verkefnum og notkunarsviði. Canon-prentarar komu sérstaklega vel úr og fjórar gerðir þeirra voru meðal fimm efstu í gæðakönnun ICRT. Það kom á óvart að þegar tekinn er saman áætlaður heildarkostnaður við innkaup og notkun tölvuprentara í þrjú ár lenda allir Canon- prentarar í ódýrari helmingnum af prent- urunum í könnuninni. Pappír og blek Blek til að prenta út litljósmynd í A4- stærð getur kostað um 100 kr. og Ijós- myndaörk í þeirri stærð um 30-200 kr. eftirgæðum. Þanniggeturbeinn kostnað- ur við slíka hágæðamynd kannski orðið um 300 kr. Mikill munur er á verði pappírs enda fæst hann í misjöfnum notkunar- og gæða- flokkum. Dýrast er oft að nota pappírinn sem framleiðandi prentarans markaðsset- ur eða mælir með. Um 100% munur get- ur verið á verði pappírs til litljósmynda- prentunar eftir áferð og þykkt (þyngd) en líka eftir endingu litanna. í könnun ICRT reyndist Ijósmyndapappír frá HP stund- um 100% dýrari en frá Canon. Það getur verið heilmikill munur á því hve mikið blek prentarar nota til sams konar verkefna. í textaprentun með svörtum lit notaði IIP Deskjet 3420 t.d. þrisvar sinn- um meira blek en Canon i850. Munurinn er enn meiri þegar prentaðar eru litmynd- ir og allra mestur í Ijósmyndaprentun. í henni notaði HP-prentarinn 100% meira blek en Canon-prentarinn. Aðvörunargildran Margir notendur blekprentara kannast við að skyndilega klárast blekið á versta tíma. Oft sendir hugbúnaður prentarans alltof snemma á skjáinn aðvörun um að lítið blek sé eftir (low ink). Því miður getur grandalaus notandi álpast til að treysta á þessi skilaboð, skipta strax um blekhylki og henda drjúgum hluta af rán- dýru bleki því oft er nefnilega mikið eftir af því. HP Deskjet 5550 og HP Deskjet 3420 gáfu aðvörun við prentun einlita- mynda og litljósmynda þegar þeir höfðu aðeins notað 50% af bleki hylkisins. Flest- ir prentarar gátu prentað yfir 50 textasíð- ur í viðbót eftir að fyrsta aðvörun barst og sumir allt að 150 blaðsíðum Ýmsir geislaprentarar (laser-prentarar) reyndust líka gefa aðvaranir löngu áður en lithylki tæmdist. Þessi gildra er í mörg- urn prenturum frá öllum helstu framleið- endunum, Canon, Epson, HP, Minolta- QMS og OKI. Epson-fyrirtækið segir sér til varnar að prentarinn geti skemmst ef prenthylkið er tæmt. Sparnaðarleiöir - Blekið er einn helsti kostnaðarliðurinn og sjálfsagt að kanna verð á hylkjum hjá mörgum seljendum og möguleika á end- urfyllingum. Sérstaklega skal bent á net- verslunina www.blek.is sem líka er með lausasölu í Ármúla 32 í Reykjavík. Sum- urn hefur það þó reynst full subbulegt og tímafrekt stúss að endurfylla blekhylkin. Erfitt að er þó að gera fullkominn saman- burð á blekverði því sumir framleiðendur komast upp með að gefa ekki upp magn bleks í hylkjunum. - Á markaðnum er til búnaður til að gabba aðvörunarkerfi sumra prentara, NEYTENDABLAÐI0 3. IBl. 2003 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.